Hjónabönd Eins og allir vita er mikið af samböndum milli stjarnanna í kvikmyndageiranum og stundum kemur jafnvel fyrir að þau giftist. En um þessar mundir hafa verið óvenju mikið af skilnuðum sem hafa komið mikið á óvart, sambönd sem maður hélt að myndi barasta enda um alla tíð.
Ég verð að segja að skilnaðurinn sem kom mest á óvart var án efa Tom Cruise og Nicole Kidman. Þau voru búin að vera saman í hátt í 10 ár held ég, og maður var orðinn vanur að tengja þau tvö saman. Það var líka rosalega mikið farið með þennan skilnað hjá paparözzunum….
Svo var það skilnaður Meg Ryan og Dennis Quiad. Ég hélt að það væri svona gott og gilt samband en svo skilja þau skyndilega og Meg bara kominn til Russel Crowe, sem henti henni víst seinna í burtu. Russel var líka eitthvað nýlega nefndur við Nicole Kidman, þau eiga víst að hafa verið að hittast eitthvað á laun, og fóru víst saman í frí til Fiji með börn Kidmans. Tom Cruise er núna með Penelopé Cruz, hún var oft sögð hafa verið manneskjan sem “rændi” Tom frá Kidman.
Kim Basinger og Alec Baldwin skildu líka eftir nokkra ára samband, það var nú ekkert mikið talað um það í fjölmiðlum en eitthvað heyrði maður um það. Ég frétti líka að þau væri tekinn saman aftur, Alec hefði komið skríðandi aftur til hennar.
Julia Roberts og Benjamin Bratt voru nú ekki gift en þeirra samband hafði gengið nokkuð lengi og þau voru sögð vera alveg rosalega “happy” en hættu skyndilega saman núna í maí minnir mig.

Hjónaböndin sem eru enn í fullum gír og virðist ekkert lát á eru náttúrlega Jennifer Aniston og Brad Pitt. Aniston átti víst að vera ófrísk en harðtekur fyrir það núna, maður veit ekki alveg hvað á að halda, er hún ófrísk eða ekki ?
Annað dæmi um ung hjón eru Reese Witherspoon og Ryan Phillipe (ég er ekki alveg viss um hvort þau seu gift eða ekki). Þau eiga ætt barn saman, ég veit meira að segja afmælisdaginn 9.9.99. Sérstök dagsetning.
Svo eru líka Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze jr. saman, ég held að það hafi verið í gangi í nokkur ár.
Michael Douglas og Catherine Z. Jones eru fullkomið dæmi um gott samband. Þau eiga barn saman og allt virðist ganga í haginn hjá þeim. Aldursmunurinn virðist ekkert vera mál hjá þeim.

Madonna - Guy Ritchie
David Beckham - Victoria Beckham
Susan Sarandon - Tim Robbins

Það er hægt að telja endalaust upp …. og þá er komið að ykkur að telja upp skilnaðina og giftingarnar :)
Ég er örugglega að gleyma einhverjum huge stjörnum sem eru nýskilin eða gift.