Kathleen Turner Í þessari grein ætla ég að skrifa um uppáhaldsleikkonuna mína; Kathleen Turner. Ástæðan fyrir því að ég ætla að skrifa hana er sú að mér finnst vanta greinar hérna um eldri leikara og leikkonur.
—–

Mary Kathleen Turner fæddist 19. júní árið 1954 í Springfield, Missouri. Turner gekk í leiklistar- og kvikmyndaskólann Central shcool of Speech and Drama í London. Árið 1995 var hún valin ein af 100 mest kynæsandi stjörnum í kvikmyndasögunni, og hún hefur verið tilnefnd til fleiri svipaðra titla. Hún giftist David Guc árið 1977, en skildi við hann árið 1982. Aðeins ári seinna giftist hún Jay Weiss, og á með honum dótturina Rachel Ann. Þau eru ennþá gift þann dag í dag.

Hún byrjaði að leika í byrjun 8. áratugarins, og lék í sápuóperunni “The Doctors”, en hún byrjaði ekki að vekja athygli fyrr en hún lék í myndinni “Body Heat” árið 1981. Hún uppfyllti væntingar fólks þegar hún lék illkvendið Dolores Benedict í gamanmyndinni “The Man with two Brains” árið árið 1983.

Árið 1984 fótaði hún sig áfram í leiklistarheiminum með því að leika umhverfissinna í myndinni “A Breed Apart”, og með því að leika vændiskonuna Joanna Crane í myndinni “Crimes of Passion”, sem var leikstýrð af Ken Russell. Það var myndin “Romancing the Stone” (líka 1984) sem setti punktinn yfir i-ið í frægð hennar, og færði henni marga aðdáendur. Hún fylgdi því með “bravura turn” þegar hún lék mafíósafrúna Irene Walker-Partanna í stórsmellinum “Prizzi's Honor” (1985), sem innihélt líka leikarana Jack Nicholson og Anjelicu Huston (Huston fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni).

Hún vann aftur með Michael Douglas árið 1985, í framhaldi “Romancing the Stone”, “Jewel of the Nile”. Hún fékk Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir að leika tíma-ferðandi húsmóðurina í “Peggy Sue got married” árið 1986.

Eftir að hún lék í “Julia and Julia” arið 1987, sjónvarpsfréttakonu í “Switching Channels” og eiginkonu William Hurt í “The Accidental Tourist”, lék hún aftur með Michael Douglas í svörtu comedíunni “War of the Roses” árið 1989, og varð síðan “cropper” í private eye myndinni “V.I. Warshawski” árið 1991.

Eftir allt þetta kvikmyndaflóð, tók hún sér hlé frá kvikimyndaleik, og lék í leikritinu “Cat on a Hot Tin Roof” á Broadway. Og hafnaði í kjölfarið aðalhlutverkinu í “Basic Instinct” árið 1992. (hlutverkið fór að lokum til Sharon Stone)

Endurkoma hennar til kvikmyndaleiks árið 1993 var ekki mjög góð. “House of Cards” og “Undercover Blues” voru einfaldlega sagðar vera lélegar. Hún bætti þó úr því með “Naked in New York” og með John Waters-myndinni “Serial Mom” árið 1994.

Í apríl á þessu ári var hún að undirbúa sig fyrir að leika “Mörthu” í Broadway-leikritinu “Who's afraid of Virginia Wolf?”.