Af því Rachel Mcadams er uppáhalds leikonan mín ætla ég að gera smá grein um hana

Alvöru nafn: Rachel McAdams
Fæðingardagur:7 oktober 1978

Rachel var uppalin í litlum bæ nálægt london,Ontario. Þegar hún var fjagra ára tók hún upp á því að fara að æfa á skauta og gerði það alveg þangað til hún fór í framhaldsskóla en hún vissi alltaf að henni langaði að verða leikona.

Fyrsta alvöru tækifærið hennar fékk hún þegar hún var valin til að leika í the hot chick þar sem hún leikur sjálfelska,vinsæla klappstýru sem kemst af því að hún hefur skipt um líkama við subbulegann karlmann(Rob Schneider).

Svo lék hún í Mean Girl þar sem hún lék vinsælustu stelpuna í skólanum sem var mjög rík og átti 2 vinkonur sem fylgdu henni út um allt og svo kemur ný stelpa í skólann(lindsay lohan) og hún býður henni í vinahópin og svo má ég ekki segja meira því þá skemmi ég alla myndina.

Henni var svo boðið að leika í the notebook og það er bara svona ástardramamynd og hún leikur ríka og fína stelpu sem verður ástfanginn af fátækum stráki(ryan gosling) og foreldrar hennar er alls ekki sáttir við það.

Núna er nýjasta mynd hennar the wedding crashers komin út og þar leikur hún stelpu sem á kærasta en gaur sem kom sem óboðinn gestur í brúðkaup systur hennar verður ástfanginn af henni(Owen Wilson) og ekki verður það betra fyrir hann að næla í hana þegar hún kemst að því að hann laug af henni.

Myndir með henni sem eru á leiðinni eru Red eye og the family stone

Staðreyndir
Pabbi hennar er rútubílstjóri og mamma hennar hjúkka
Hún á yngri systkyni Kayleen og Daniel
Uppaáhalds liturinn hennar er fjólublár
Hún elskar að versla í Vintage
Hún fæddist í Josephs Hospital í London
Hún vann á mcdonalds um 3 sumur
Þegar hún lék í the notebook þurfti hún og leikararnir að vinna í mjög vondu veðri
Það komu aðrar leikonur til greina að leika í the notebook t.d Reese Witherspoon og Ashley Judd en þegar rachel bauð sig fram sópaði hún þeim í burtu
Rachel bauð sig fram til að leika í fantastic four en jessica alba var valin í stað hennar
Núna býr hún í Canada með fjölskyldu sinni

Vonandi líkaði ykkur þessi grein hjá mér =D
Sá er sæll er sjálfur um á