Clark Gable Er ekki komið nóg af þessum teen stjörnum? Ég ákvað að gera smá grein um eina af “gömlu stjörnunum”. :)

William Clark Gable var fæddur 1 febrúar 1901 í Cadiz, Ohio. Foreldrar hans hétu William Gable and Adeline Gable. Stuttu eftir að hann fæddist dó móðir hans, svo að faðir hans sendi hann til að búa hjá frænda sínum og frænku í Pennsylvaniu, það sem að hann bjó þar til hann varð tveggja ára. Þá kom faðir hans og fór með hann aftur til Cadiz. Þegar Clark var sextán ára hætti hann í skóla, og vann ymis undarleg störf þangað til að hann gekk til liðs við ferðaleikhús.

13 Desember, 1924 giftist hann Josephine Dillon, leiklistarkennara sínum og yfirmanni. Hún var 15 árum eldri en hann.Á þeim tíma fluttu þau til Hollywood svo að Clark gæti einbeitt sér að leiklistarferli sínum. Í apríl 1930 skildu þau og ári seinna giftist hann Mariu Langham, sem var einnig 15 árum eldri en hann. Eftir að hafa leikið aukahlutverk í ýmsum myndum var honum boðið lítið hlutverk í “The Painted Desert” árið 1931.

Eftir þetta blómstraði leikferill hans, og árið 1934 vann hann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í bíómynd Franks Capra, “It Happened One Night”. Næsta ár lék hann aðalhlutverk í “The Call Of The Wind” ásamt Lorettu Young, sem hann átti í ástarsambandi við, og eignuðust þau eina dóttur. Hann skildi við eiginkonu sína, (Mariu) árið 1939, og það sama ár lék hann aðalhlutverkið í stórmyndinni “Gone With The Wind”.

Í mars 1939 giftist Clark Carole Lombard, en harmleikur varð í Janúar 1942 þegar flugvél sem hún og móðir hennar voru í hrapaði í fjallið “Table Rock Mountain”, í Nevada og létust þær báðar. Clark bauð sig þá fram í herinn og þjónaði í Evrópu í nokkur ár. Eftir stríðið hélt hann áfram að leika og giftist Silviu Ashley, ekkju Douglas Fairbanks, árið 1949. Því miður var það hjónaband stuttlíft og skildu þau árið 1952.

Í júlí 1955 giftist hann fyrrum kærustu, Kathleen Williams Spreckles (kölluð Kay) og gerðist þá stjúpfaðir tveggja barna hennar, Joan og Bunker, og 1959 uppgötvaði Kay að hún átti von á fyrsta barni þeirra. Nokkrum mánuðum áður hafði Clark orðið afi þegar dóttir hans sem hann átti með Laurettu Young eignaðist barn í Nóvember 1959. Snemma í Nóvember 1960, hafði hann rétt klárað að leika í myndinni “The Misfits” með Marilyn Monroe þegar hann fékk hjartaáfall og dó síðar í þeim mánuði.

Hann var grafinn stuttu eftir það hjá eiginkonu sinni, Carole Lombard. Í Mars 1961 eignaðist Kay Gable dreng sem hún nefndi eftir Clark, John Clark Gable.

Nokkrar staðreyndir:

Hann var ýmist kallaður “Gabe” eða “The King”

Hann var 185 centimetrar á hæð.

Adolf Hitler mat Clark svo mikils að hann lagði fram umtalsverða upphæð fyrir hvern þann sem gæti náð honum og komið með hann óskaddaðan.

Þegar hann fæddist var hann óvart skráður sem kvenkyns á fæðingarvottorðinu.

Clark var lesblindur, en það komst ekki upp fyrr en nokkrum árum eftir dauða hans.
Hann var kosinn áttunda besta kvikmyndastjarna allra tíma af Entertainment Weekly.

Ekkja hans, Kay dó árið 1983.

Hann lék í 77 myndum.

Hann dó í Los Angeles.


“The only reason they come to see me is that I know that life is great – and they know I know it.”

“I'm just a lucky slob who happened to be in the right place at the right time.”