Jim Henson
Jim Henson fæddist 24. september árið 1936, og er oftast þekktur sem upphafsmaður Prúðuleikarana(the muppets). Hann var bandarískur, þó að fyrsti Muppet Show þátturinn hafi komið fram í Bretlandi. Hundurinn Hrólfur(Rowlf) var fyrsta persóna Hensons sem eitthvað er notuð núna, en hann gerði líka sjónvarpsþátt sem hét Sam and Freinds, þar sem Kermit kemur við sögu. Sesame Street byrjaði árið 1969 og var það notað sem kennsluefni barna. Henson fór til Englands og þar komu Prúðuleikararnir fyrst fullskapaðir í sjónvarpi, því enginn Bandarískur framleiðandi þorði að styrkja hann. Annað árið slógu þeir svo rækilega í gegn og hafa nú margir verið fastagestir um allan heim. Jim Henson náði síðan að gera kvikmynd í fullri lengd sem hét The Muppet Movie(1972). Síðan þá hafa nú nokkrar myndir komið út með þeim, og sú nýasta heitir Kermit Swamp Years, sem er um froskinn Kermit og þegar hann var var lítill í mýrinni.
Á níunda áratuginum gerði Henson margt mjög skemmtilegt:

Búrabyggð(Fraggle Rock), Prúðukrílin(Muppet Babies) og síðan Storyteller. Hann gerði líka nokkrar kvikmyndir á þessum árum, The Dark Crystal og The Labyrinth. Hann gerði líka Henson´s Creator Shop sem hjálpa til með allskonar bíómyndir. Yoda úr gömlu Star Wars-myndunum var líka búinn til af Jim Henson og félögum. Henson dó 16. maí árið 1990, helgina þegar hann ætlaði að gera samning við Disney. Nú er Disney búnir að kaupa Prúðuleikarana, eins og Henson ætlaði að gera fyrir 15 árum, en börn Hensons gerðu þennan samning. Þegar Jim Henson dó árið 1990 þá var hætt að sýna Prúðuleikarana í sjónvarpi út af höfundarrétti, en nú geta þeir byrjað aftur fyrst Disney er búið að kaupa þá.

Heimildir: http://www.hi.is/~olis/greinar/pruduleikararnir.htm og http://www.muppetcentral.com.