Johnny Depp Johnny Depp

Ég ætla að fjalla hér aðeins um uppáhalds leikarann minn Johnny Depp. John Christopher Depp II eða Johnny Depp eins og hann kallar sig fæddist 9. júní 1963 í Owensboro, Kentuckey. Hann á tvö börn með heitkonu sinni Vanessu Paradise.
Þau heita Lily-Rose Melody Depp, en hún er fædd 27. maí 1999,
og Jack Depp, en hann er fæddur 10. apríl 2002.

Johnny fluttist til Florida þegar hann var ungur að aldri. Hann eignaðist sinn fyrsta gítar þegar hann var tólf ára en hann hafði ætlað sér að gerast tónlistarmaður en ekki leikari eins og hann er nú. Johnny spilaði á gítar í hljómsveitinni “ The Kids” En þeir náðu aldrei að meika það þó svo að þeir höfðu hituað upp fyrir margar frægar hljómsveitir.

En það var svo Nickolas Cage sem fyrrverandi eigikona hans kynnti honum fyrir(veit ekki hver, þið sem vitið látið mig vita) sannfærði hann um að gerast leikari og reddaði honum samningi við umboðsmanninn sinn. Fyrsta starf hans sem leikari var hlutverk í “A Nightmare on Elmstreet”. Síðan þá hefur hann leikið í fullt af myndum og þar í uppáhaldi hjá mér er Pirates og the Caribbean þar sem hann fer á kostum sem Captain Jack Sparrow. Og svo er hann að leika í framhaldsmyndum á Pirates sem ég hlakka geðveikt til að sjá.

Hér eru nokkrar staðreyndir um Johnny Depp:


*River Phoenix dó fyrir utan næturklúbbinnn hans

*Hann lék á gítar í hljómsveit sem kallaðist ‘The Kids’

*Hann hefur verið trúlofaður Sherilyn Fenn, Jennifer Grey og
Winona Ryder.

*Var kosin kynþokkafylsti leikari Bretlands allra tíma árið 1995

*Hann ólst upp í Flórída

*Var kosin 2 hæfileikaríkasti leikarinn í Bretlandi

*Uppáhalds sjónvarpsþátturinn hans heitir ‘The Fast Show’

*Börnin hans 2 með Vanessu Paradise heita það sama og tvær aðalpersónurnar í ‘The Legent’ Jack og Lily

*Vanessa Paradise er vinsæl söngkona og textahöfundur í heimalandi
sínu, Frakklandi


Depp er snillingur!!!
books have knowledge, knowledge is power, power corrupts, corruption is a crime, and crime doesn't pay..so if you keep reading, you'll go broke