Alexis Bledel Alexis Bledel er leikkona sem leikur í þættinum The Gilmore Girls. Hún leikur Rory Gilmore sem er eitt af aðalhlutverkunum.

Kimberley Alexis Bledel er fædd þann 16. september 1981 í Houston, Texas. Hún er dökkhærð með blá augu. Móðir hennar heitir Nanette Bledel og faðir hennar Martin Bledel. Hún á einn yngri bróðir sem heitir Eric David og er fæddur 1986.
Þar sem móðir hennar er frá Mexíkó og pabbi hennar frá Argentínu þá var fyrsta tungumálið sem hún lærði, spænska. Hún gekk í „Nursery school“(veit ekki hvað það þýðir) þar sem hún lærði ensku.
Alexis var feimið barn en byrjaði samt að leika aðeins átta ára gömul eftir að foreldrar hennar hvöttu hana til þess, til að yfirstíga feimnina.Hún lék í mörgum leikhúsuppfærslum þ.á.m. Galdramaðurinn í Oz og Aladdín.

Dag einn þegar hún var að versla þá var hún uppgötvuð af fyrirsætu umboðinu Page Parkes sem gerði hana að fyrirsætu. Hún vann við fyrirsætustörf í gegnum Middle shcool og High shcool og ferðaðist víða, m.a til Milanó, Japan og Los Angeles.

Eftir að hafa útskrifast úr High shcool fékk hún inngöngu í New York University (NYU). Stuttu seinna var hún kynnt fyrir núverandi umboðsmanni sínum Michael Flutie, og hún hélt áfram að stunda fyrirsætustörf. Stóra tækifærið hennar var þegar hún fékk hlutverk Rory Gilmore í The Gilmore Girls.

Eftir eitt ár í NYU hætti hún til að flytja til Los Angeles og taka upp þáttinn. Hún vonast samt eftir að komast aftur þangað og klára gráðuna sína.

Þátturinn The Gilmore Girls var fyrsta hlutverk hennar sem atvinnuleikkona. Nú hefur hún leikið í nokkrum myndum þ.á.m. Tuck Everlasting.

Í frítíma sínum finnst henni gaman að lesa, taka ljósmyndir, fara í bíó og vera með fjölskyldu sinni.
Uppáhaldsmyndirnar hennar eru The Sound of Music og Forrest Gump og uppáhaldslistamennirnir hennar eru Alicia keys, Ben Harper og Jimmy “Eat” World.

Hún hefur leikið í:
The Orphan King (2004) sem Dylan
The Sisterhood of the Traveling Pants (2005) sem Lena Kaligaris
Bride & Prejudice (2004) sem Georgie
Dys Enchanted (2003) sem Goldilocks
The Gilmore Girls sem Lorelai ‘Rory’ Leigh Gilmore
Tuck Everlasting (2002) sem Winnifred ‘Winnie’ Foste