Ég hef bara tekið eftir því að það eru svo miklir fordómar gagnvart hljómsveitum og söngvurum (rétt skrifað eða?). T.d. Britney er þvílíkt hötuð af mjög mörgum og allir hneyklast á fólki sem fílar tónlistina hennar, reyndar er hún hálf partinn búin að eyðileggja orðstír sinn með svo mörgu en jæja…svo má nefna Nylon sem svo margir eru að kvarta yfir. Sjálf viðurkenni ég það að mér finnst þær hálf asnalegar, hvernig þær syngja og annað, en samt. Þær eru bara svona :S
Það eru svo miklir fordómar gagnvart svona söngvurum og hljómsveitum nú til dags :S finnst ykkur það ekki?
Og þetta slúður er að gera út af við mann. Þó maður sækist alltaf í slúðrir þá fer maður að hugsa: aumingja Britney Spears (svo að við tökum dæmi) að láta blaðamenn elta sig á röndunum ef maður fer út í búð að kaupa eitthvað sætt í herbergið sitt eða eitthvað. Svo eru svona á mörgum síðum: frægt fólk ómálað. Skiptir einhverju máli þó að manneskjan líti eitthvað illa út ómáluð? :S og flestar eru ekkert svo hrikalegar. Þær eru bara mannlegar!
Ég hef tekið eftir því að það er minna um að fólk hati einhverja leikara og svoleiðis heldur en tónlistarfólk :S er það ekki rétt hjá mér? :S
En jæja..ætla ekkert að vera eitthvað að röfla um þetta meira. Bara skil ekki hvernig fólk getur lifað einn dag af með blaðamenn á hælunum bíðandi eftir því að maður geri einhverja geyflu eða myndist illa :S
Takk fyrir mig!