Smá upplýsingar um Carlos Bernard Carlos Bernard Papierski, eins og hann heitir víst fullu nafni, fæddist þann 12. Október árið 1962 (sem að þýðir það að það fer að styttast í 42 ára afmælið hans). Hann er yngstur þriggja systkina.

Carlos hefur leikið í ágætlega mörgum myndum miðað við hversu lítt þekktur hann er. Fyrsta hlutverk hans á hvíta tjaldinu var í myndinni The Killing Jar frá árinu 1996, en þar var einn af mótleikurum hans Xander Berkeley, sem að átti einmitt eftir að leika með honum aftur nokkrum árum seinna í spennuþáttunum 24. Það er líklega úr þeim þáttum sem að flestir sem þekkja eitthvað til Carlos kannast við hann. Þar fer hann hann stórkostlega með hlutverk Tony Almeida, starfsmann CTU.

Carlos er giftur leikkonunni Sharisse Baker Bernard til margra ára. Hann var valinn á topp 50 lista yfir fallegasta fólkið árið 2003,og hefur unnið til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína í 24, bæði tvennt á hann vel skilið! ;)


Þetta er bara frábær leikari sem á vel skilið að fá aðeins meiri athygli, bæði vegna hæfileika og útlits. Ef að þið takið eftir einhverju sem að ég fer rangt með í greininni, endilega látið mig vita. Takk.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'