Grammy Awards
Grammy Awards voru haldin með miklum tilþrifum sl. sunnudag í Los Angeles. Þar voru margir heimsþekktir tónlistarmenn saman komnir til að vera viðstaddir þessa hátíð en Grammy Awards er hálfgert “uppgjör ársins 2003” í tónlistarheiminum.
Söngkonan Beyonce Knowles var stjarna kvöldsins en alls fékk hún 5 verðlaun og jafnaði þar með met sem þrjár aðrar söngkonur eiga. Beyoncé fékk verðlaun fyrir besta R&B lagið, Crazy in Love og það lag var einnig verðlaunað sem besta söng/hipp-hopp lagið. Jay - Z, kærasti hennar, fékk tvenn verðlaun í tengslum við það lag. Beyoncé fékk einnig verðlaun fyrir bestu R&B frammistöðu kvenna, bestu R&B plötuna, Dangerously in Love og verðlaun fyrir besta “R&B performance by a duo or group” með söngvaranum Vandross.

Allt fór siðsamlega fram á hátíðinni en sjónvarpsstöðin CBS sendi hana út með 5 mínútna seinkun til að tryggja að atvik eins og brjóstaberun Janet Jacksons endurtæki sig ekki. Jackson átti upphaflega að afhenda Vandross sérstök heiðursverðlaun en lét ekki sjá sig. Justin Timberlake, sem opinberaði brjóst Jackson í atriði þeirra á Superbowl, var hins vegar áberandi á hátíðinni,fékk tvenn verðlaun og flutti lag.

Nokkrir látnir tónlistarmenn voru verðlaunaðir og má þar nefna
Warren Zevon sem fékk tvenn verðlaun fyrir plötu sem honum rétt tókst að ljúka við áður en hann lést af völdum lungnakrabbameins í september. Hjónin June Carter Cash og Johnny Cash, sem bæði létust á síðasta ári og einnig Bítillinn George Harrison.

Verðlaun voru veitt í fjölda flokka og var Björk og Sigurrós meðal þeirra sem voru tilnefndir fyrir frammistöðu sína á árinu. En hérna kemur svo listi yfir NOKKRA vinningshafa kvöldsins…

Plata ársins: “Speakerboxxx/The Love Below,” OutKast.

Upptaka ársins: “Clocks,” Coldplay.

Lag ársins: “Dance With My Father,” Richard Marx and Luther Vandross.

Nýliði ársins: Evanescence.

Besta kvenkyns “popp” söngröddin: Christina Aguilera í laginu “Beautiful”.

Besta karlkyns “popp” söngröddin: Justin Timberlake í laginu “Cry me a river”.

Rappplata ársins: “Speakerboxxx/The Love Below,” Outkast.

Popphljómsveit ársins: No doubt (Underneath it all).

R&B plata ársins: “Dangerously in love”, Beyonce Knowles.

R&B lag ársins: “Crazy in love,” Beyonce - Jay-Z.

Rokklag ársins: “Seven Nation Army,” Jack White (The White Stripes).

Rokkplata ársins: “One by One,” Foo Fighters.

Söng/hip-hop lag ársins: Crazy in love, Beyonce - Jay-Z.

Verði ykkur að góðu :D