Ég ákvað að skella inn smá grein um leikarann Billy Boyd, sem leikur einmitt hobbitann Peregrin (Pippin) Took uppáhald margra úr Lord of the rings myndunum, vegna fjölda áskoranna. :)

(smá extra punktur: Mér langar að tileinka bestu vinkonu minni, Peregrin, þessa grein þar sem hún er einn mesti íslenski aðdáandi Billy Boyd og einfaldlega yndisleg manneskja. :P Peregrin, this is for you…. ;) )




Billy Boyd heitir fullu nafni William Boyd. Hann er fæddur 28. ágúst árið 1968 í Glasgow, Skotlandi.
Hann er með rauðbrúnt hár(er stundum með ljóst yfirbragð ef að hann hefur verið lengi á brimbretti) og græn augu og er 5'6“ á hæð (kann því miður ekki að færa þetta yfir í m/cm). Hann á eina eldri systur, Margaret.
Billy á kærustu sem hann býr með í Skotlandi en þau eiga engin börn. Hann segist vera orðinn gjörsamlega ástfanginn en hefur ekki enn gefið upp hver hin heppna er.

Foreldrar Billys hétu William og Mary Boyd en þau létust þegar Billy var 13 ára og 14 ára úr sitthvorum sjúkdómnum.
Billy og systir hans fluttu þá til ömmu þeirra.
Billy gekk í ”Konunglegu skosku akademíuna af tónlist og leiklist“ (the Royal Scottish Academy of Music & Drama) og útskrifaðist þaðan 24 ára gamall.


áhugamál: brimbretti, syngja og spila á gítar, drekka, dansa og skemmta sér með vinum sínum.
gælunöfn: Billy, Bill, Pickle og Billy Boy, jafnvel stundum Pippin og Pip.

Skemmtilegir punktar um Billy Boyd:

~ Persóna Billy í LOTR, Pippin, er yngsti meðlimur Föruneytisins,
ekki einu sinni orðinn fullorðinn á hobbitaaldri.
Billy er aftur á móti elsti leikarinn sem leikur hobbita, því hann varð 30 ára áður en tökur hófust.

~ Billy er eini meðlimur föruneytisins sem ekki er með blá augu í myndinni…hann er með græn.

~ uppáhaldsdrykkurinn hans er malt whisky.

~ Hann er rétthendur

~ Hann hlaut gælunafnið Pickle einhvern tímann þegar þeir félagarnir úr leikaraliði Lotr myndanna voru úti að skemmta sér.
Nafnið Billy Boy kom aftur á móti frá Dominic Monaghan.

~ Billy er með eitt tattú, stafinn ”9” á álfamáli á hægri fætinum, líkt og margir leikarar úr Lord of the rings fengu sér.

~Billy er mikill söngvari í sér og kann að spila á mörg hljóðfæri.

~ Billy er vel að sér í alls konar bardagaíþróttum og er þess vegna ekki öruggt að reyna að abbast upp á hann. :P

~ Billy segist vera hundapersóna, þó hann eigi ekki neitt dýr í augnablikinu.

~ Sá staður sem hann hefur heimsótt og heillaði hann mest er Tæland, því það er svo allt allt öðruvísi heldur en allt sem hann hefur alist upp við og vanist.

~ Uppáhalds staður Billy í Lord of the Rings bókunum og myndunum, er Moria. Honum finnst að dvergarnir hafi ekki búið í hellum, heldur byggðu þeir sér heilt land undir fjöllunum.

~Billy var kosinn annar efnilegasti piparsveinninn í Skotlandi árið 2001.

~Billy var kosinn efnilegasti piparsveinninn í Skotlandi árið 2002, þar sem hann steypti engum öðrum en Vilhjálmi prinsi af stalli.

~ Ef að húsið hans Billy stæði í ljósum logum og hann gæti aðeins bjargað þremur hlutum myndi hann bjarga systur sinni (ef hún væri í heimsókn), gítarnum sínum og brimbrettinu sínu.

Leikferill Billy Boyd:
(kvikmynd/sjónvarp/útvarp/leikrit ……. persónan sem hann lék)

Kvikmyndir:
Master and Commander:The Far Side of the World … Barret Bonden Sniper 470 … Sniper D
LOTR The Return of the King… Pippin Took
LOTR The Two Towers … Pippin Took
LOTR The Fellowship of the Ring … Pippin Took
An Urban Ghost Story … Loan Shark
Soldier's Leap … Postman
Julie and the Cadillacs … Jimmy

Sjónvarp:
Coming Soon … Ross
C4 Taggart … Jamie Holmes

Leikhús:
The Ballad of Crazy Paola … Raymond
The Speculator … Lord Islay
An Experienced Woman Gives Advice … Irving
Therese Raquin … Camille
Britannia Rules … Hughie
Kill the Old, Torture Their Young … Darren
Hansel and Gretel … Hansel
Much Ado About Nothing … Borachio
Caledonia Dreaming … Darren Boyd
Widows … Alexis
The Merchant of Venice … Lorenzo
Trainspotting, Tommy and Sick Boy
Merlin the Magnificent … Arthur
The Slab Boys … Spanky
The Secret Diary of Adrian Mole … Adrian Mole

Videómyndir:
Winners and Losers … Donald

Útvarp:
Bullseye Babes … Gary
4 Hand in Glove … Davidson
Police Division … David


Verðlaun:

*Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk hans sem Peregrin ”Pippin“ Took í ”Lord of the rings: The fellowship of the Ring.“. (Verðlaunin fóru til samleikara hans, Orlando Bloom fyrir hlutverk hans sem Legolas)
*Tilnefndur fyrir að vera hluti af stórkostlegu leikaraliði í myndinni ”The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring.“ árið 2001.(Verðlaunin fóru til leikaraliðsins í ”Gosford Park“.)
* Tilnefndur fyrir að vera hluti af stórkostlegu leikaraliði í myndinni ”The Lord of the Rings: The Two Towers.“ árið 2002.(Verðlaunin fóru til leikaraliðsins í ”Chicago".)




Uppáhalds quote-ið mitt með Billy Boyd, þar sem hann var að tala um persónuna sína úr Lord of the rings, Pippin, og aðra persónu, Merry:

“Í raun og veru er ómögulegt að tala um Pippin án þess að minnast á Merry. Líf Pippins snýst um vini hans, þá sérstaklega Merry. Þeir tveir eru eins nánir og vinir geta verið – nánari en fjölskylda – svo nánir að þú getur eiginlega ekki ýmindað þér annan gera eitthvað án hins.” ~Billy Boyd.


Takk æðislega fyrir mig,

hobbitinn Sillymoo



Heimildir:

http://www.bei-san.com/bo yd.html
www.bagendinn.com
http://www.great-scot.net/h ome.html
http://www.double-blush.net/ftb/html/index2.h tm
www.billyboyd.net