Ég veit að það eru búnar að koma alveg heeelling af Orlando Bloom greinum hérna, en hann er bara svo sætur að maður verður að gera smá grein um hann ;)

Orlandi Bloom fæddist þann 13. janúar árið 1977 í Canterbury á Englandi. Vinir hans kalla hann Orli eða OB. Hann á eina systur, Samönthu, sem er tveimur árum eldri en hann. Faðir hans, Harry Bloom, dó þegar Orlando var fjögurra ára og var frægur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann samdi einnig fræg ljóð, Episode In The Transvaal, fór í fangelsi fyrir skoðanir sínar og vann með Nelson Mandela. Orlando og systir hans voru alin upp af móður sinni og lífverði, Colin Stone. Þegar Orlando var þrettán ára sagði móðir hans honum að Harry væri ekki hans rétti faðir heldur Colin.

Orlando ákvað snemma að verða leikari. Móðir þeirra kenndi þeim að meta listir og hvatti þau til að taka þátt í listahátíðum sem haldnar voru í heimabæ þeirra. Einnig fóru þau oft í leikhúsið. Það var þó ekki þetta sem hafði aðaláhrif á þá ákvörðun hans að gerast leikari, heldur þegar hann komst að því að persónurnar í sjónvarpinu og kvikmyndunum væru ekki raunverulegar heldur bara leikarar.

Árið 1993, þegar hann var sextán ára flutti hann til London til að gera alvöru úr draumi sínum. Hann lék fyrstu tvö árin í National Youth Theate áður en hann fékk styrk til að nema við British American Drama Academy. Þegar dvöl hans hjá National Youth Theate var á enda lék hann aðalhlutverkið í “A Walk In The Vienna Woods” og réð til sín umboðsmann. Þetta leiddi til lítilla hlutverka í breskum sjónvarpsþáttum og að lokum til frumraunar hans á hvíta tjaldinun, myndinni Wilde árið 1997. Eftir það fékk hann boð um að leika í ýmsum kvikmyndum. Hann hafnaði þeim öllum til að geta leikið frekar í leikhúsi.
Þar sem hann vildi bæta menntun sína enn frekar innritaði hann sig í Guildhall School og Music and Drama.


Á meðan hann var enn í skóla datt hann þrjár hæðir í frjálsu falli ofan af húsþaki vinar síns þegar hann var að reyna að opna stífa hurð og hryggbrotnaði. Slysið varð næstum til þess að hann lamaðist en hann var svo heppinn að labba út af sjúkrahúsinu á hækjum.
Ekki löngu seinna fóru hann og skólafélagar hans í leikprufu fyrir Hringadróttinssögu. Upphaflega fór hann í leikprufu vegna hlutverks Faramírs. Það hlutverk fékk hann ekki en eftir að hafa hitt leikstjórann, Peter Jackson, bað Jackson hann að fara í leikprufu fyrir Legolas. Hann fékk að vita að hannhefði fengið hlutverkið daginn áður en hann útskrifaðist frá Guildhall.

Eftir Hringadróttinssögu lék Orlando svo í Black Hawk Down eftir Ridley Scott. Síðan þá hefur hann unnið sleitulaust. Á þessu ári verða fjórar af myndum hans frumsýndar, The Calcium Kid, The Kally Gang, Pirates of the Caribbean og Return of the King.

Hann hefur gaman af ljósmyndun og að kaupa gamla antíkmuni, en hatar tölvur. Hann tala frönsku, er lesblindur og heldur með Manchester United. Þegar hann er í fríi dvelur hann ýmist í London eða Los Angeles. Orlando er 180 cm á hæð, er ógiftur og reykir ekki. Hann er mjög klaufskur. Hann hefur hryggbrotnað, brotið nokkur rifbein, nefið, báða fæturna, annan handlegginn, úlniðinn, fingur og tá og fengið þrjú höfuðkúpubrot! Orlando hefur tölustafinn níu á álfamáli húðflúðraðann á hægri upphandlegg. Einnig hefur hann tattú af sól sem hann fékk sér fimmtán ára að aldri. Hann gengur með eftirlíkingu af hringnum sem á er letrað “To wherever it may lead”. Honum var gefinn hann af einni förðunardömunni sem vann við Hringadróttinssögu.
./hundar