Jesse Spencer er leikari sem ekki margir vita hver er í raun og veru. Enda er hann lítið þekktur hér á Íslandi.
Jesse Spencer fæddist 12.febrúar 1979 í Melbourne, Ástralíu og heitir fullu nafni Jesse Gordon Spencer.
Hann á þrjú systkini, tvo eldri bræður sem heita Luke og Tarney og eina yngri systur sem heitir Polly.
Hann gekk í Malvern Central skólann og þegar hann var 8 ára gamall gekk hann til liðs við Ástralska drengja kórinn og var í honum þar til hann fór í mútur.
Þegar Jesse var lítill var nafnið “Jesse” ekki mjög algengt og átti fólk þess vegna mjög erfitt með að koma nafninu fyrir sig. Móðir Jesse's var þá vön að segja: “Þú veist, Jesse, alveg eins og ameríski útlaginn, Jesse James” og hélt Jesse lengi vel að hann héti Jesse James.

Jesse ákvað snemma að gerast leikari og var fyrsta hlutverkið sem hann landaði í leikritinu “The king and I”. Fljótlega eftir það tókst honum að næla sér í hlutverk í söngleiknum “Winnie the pooh” og eftir það lá leið hans beint til Warner brothers þar sem hann lék í lítilli sjónvarpsseríu sem kallaðist “Time Trax”.
Þegar því var lokið fór hann í áheyrnarpróf í frægri ástralskri sápuóperu sem reyndist vera það hlutverk sem hann var þekktastur fyrir: William Kennedy, eða Billie Kennedy, í Neighbours.

Myndirnar, leikritin og sjónvarpsseríurnar sem að Jesse Spencer hefur leikið í:

sjónvarp:

Time trax ~~~~~~ ung geimvera
Neighbours ~~~~~ Billy Kennedy
Lorna Doon ~~~~~ Marwood de Whichehalse
Curse of the Talisman ~~~ Jeremy Campell
Stranded ~~~~~~~ Fritz Robinson
Death in holy orders ~~ Raphael Arbuthnot
Winning London ~~ James Browning

leikrit:

The king and I ~~~ Louie
Winnie the pooh ~~ Christopher Robin
Scrooge ~~~~~~~~~~ eldri bróðir Tiny Tim
Peter Pan ~~~~~~~~ Pétur Pan
Jack and the bean stalk ~~~ Jack

kvikmyndir:

Doodles (1997)
Fear itself (1997)
Molly Gunn (2003)
Swimming upstream (2003)
Uptown girls (2003)

Auk þessa hefur Jesse einnig talað inn á nokkrar teiknimyndir.

Jesse er nú 24 ára gamall og, að mínu mati, á heilmikinn feril framundan.