Andy Garcia Mér datt í hug að fjalla um einn uppáhaldsleikara minn hér en mér finnst hann ekki nógu mikils metinn og vona ég að það muni lagast fljótlega.


Andres Arturo Garcia-Menendez fæddist í Havana, Kúbu þann 12. apríl árið 1956. Þegar hann ólst upp varð önnur öxlin hans óvenjustór, við lækniskoðun kom í ljós að þetta var tvíburi hans sem hafði greinilega ekki náð að vaxa nóg í móðurlegi. “They just snipped it off, appearantly, ” sagði Garcia. Fjölskylda hans fluttist til Miami Beach, Florida þegar hann var aðeins 5 ára gamall. Að hans sögn segist hann ennþá hafa mikla ást á móðurlandi sínu Kúbu.

Hann stundaði nám við Alþjóða háskólann í Flórída og lék í þónokkur ár í staðarmyndum áður en hann fluttist til Los Angeles á seinni hluta 8. áratugarins. Eftir að hafa búið þar í nokkur ár fékk hann loksins hlutverk á þáttunum Hill Street Blues árið 1985. Hann sló í gegn í myndinni 8 Million ways to die og kvikmyndaferill hans elti eftir það.

Andy Garcia giftist eiginkonu sinni Maria Victora árið 1982 eftir að þau höfðu verið saman í 7 ár. Þau eiga núna 4 börn eða þau Dominik, Daniella, Alessandra og Andres. Andy Garcia er víst mjög þekktur fyrir að verna fjöldskyldu sína og hefur hann haldið þeim frá sviðsljósinu.

Andy Garcia fékk mikið hrós þegar hann lék í Godfather 3, en fyrir þá mynd fékk hann Óskars og Golden Globe tilnefningu. Fyrir leik sinn í Godfather 3 og Internal Affairs það árið fékk hann titilinn Star of the year frá NATO (National Association of Theatre Owners)

Andy Garcia var valinn einn af topp 100 kynþokkafyllstu leikurunum í sögunni árið 1995 en hann var í 65. sæti.

Andy Garcia þvertekur fyrir það að leika í nektarsenum en hann labbaði einu sinni útaf áheyrnarprófi því að hann var beðinn að fara úr skyrtunni.

Andy Garcia á 25 conca trommur, hann safnar höttur og gengur með aplahúfu yfir veturna

Andy Garcia er 1.8 m á hæð.


Myndirnar sem hann hefur leikið í eru

Just Like Mona (2003)
Confidence (2003)
Ocean´s Eleven (2001)
The Man From Elysian Fields (2001)
The Unsaid (2001)
Lakeboat (2001)
For Love or Country: The Arturo Sandoval Story (2000) (TV)
Swing Vote (1999) (TV)
Just the Ticket (1999)
Desperate Measures (1998)
Hoodlum (1997)
The Disappearance of Garcia Lorca (1997)
Night Falls on Manhattan (1997)
Somos un solo pueblo (1995) (TV)
Steal big, steal little (1995)
Things to do in Denver when you´re Dead (1995)
When a Man Loves a Woman (1994)
The Godfather Trilogy (1980-1901)
Jennifer Eight (1992)
Hero (1992)
Dead Again (1991)
A Show of Force (1990)
Internal Affairs (1990)
Black Rain (1989)
Clinton and Nadine (1988)
American Roulette (1988)
Stand and Deliver (1988)
The Untouchables (1987)
8 Million Was to Die (1986)
The Mean Season (1985)
The Murder of Sherlock Holmes (1984)
The Lonely Guy (1984)
Blue Skies Again (1983)
A Night in Heaven (1983)
Guaguasi (1979)


Myndir sem eru á dagskrá

Twisted (2004)
Modigliani (2004)
The Lazarus Chilld (2004)
Ocean´s Twelve (2004)
The Lost City (2004)


Myndir sem hann hefur framleitt og eru í framleiðslu

The Lost City (2004)
The Man from Elysian Fields (2001)
The Unsaid (2001)
For Love or Country: The Arturo Sandoval Story (2000) (TV)
Swing Vote (1999) (TV)
Just the Ticket (1999)
Cachao… Como Su Ritmo No Hay Dos (1993)


Myndir sem hann hefur leikstýrt

The Lost City (2004) (í framleiðslu)
Cachao… Como Su Ritmo No Hay Dos (1993)


Andy Garcia hefur skrifað eina mynd en það er myndin The Disappearance of Garcia Lorca (1997)