Heimsókn til forsetans Í gærkvöld fór ég á Eddu hátíðina með Pabba mínum sem er í stjórn Íslensku Kvikmynda Akademíunni og í dag voru vinningshöfum Eddunar og stjórninni boðið til Bessastaða í móttöku til forsetans og konu hans.

Þegar við komum helsuðum við Ólafi og Dorrit og flestum seem voru þarna. Síðan þegar allir voru komnir hélt Ólafur mjög langa ræðu og síðan leifði hann okkur að skoað okkur um. Ég og pabbi skoðuðum allan bústaðinn. Við sáum skrifstofuna hans, bókaherbergið og svo fórum við niður í uppgröftinn sem er hýbíli frá miðöldum sem grafið var upp fyrir svona 10 árum. Ef ég hefði farið einn þarna niður hefði ég dáið úr hræðslu en ég fór með Pabba svo ég varð ekkert hræddur. Það voru flott málverk út um allt og kristals ljósakrónur héngu í loftinu og allt þarna var mjög fínt.

Þarna var hægt að fá sér hvítvín, rauðvín, sprite og vatn og svo voru líka svona littlir brauðbitar. Svo var mér gefið Prins Polo af einum af þjónustukonunum sem voru þarna.

Ég og pabbi vorum að tala við einhvern kall sem var þarna þá kom Dorrit Moussaieff til okkar og spurðu mig hvort ég væri leikari og þegar ég sagði nei þá sagði hún að ég ætti að vera leikari og hún myndi koma á mínu fyrstu mynd. Svo var hún líka eitthvað að segja að ég væri svo myndarlegur og eitthvað þannig.

Þaðð voru mikið af fólki þarna og einn af þeim var Ómar Ragnarson og maður tók eftir því þegar að einhver sagði brandara þá hló hann alltaf lang hæðst og það væri eins og hann væri atygilssjúkur. Þegar hann hló var það meira líkara að hann væri að öskra.

Kveðja Birki