Þetta er eitthvað sem ég fann í dagblaðinu, persónulýsingar á 
Charlie´s Angels gellunum Alex, Dylan og Natalie!!
Alex~Lucy Liu
Stjörnumerki: Steingeit
Hár: Svart
Augu: Brún
Einkenni: Snyrtileg klassastúlka sem 
          vill hafa allt í röð og reglu.
Æska: Móðir hennar er prófessor við London School
      of Econoics. Faðir hennar er þekktur hjartaskurðlæknir.
      Alex var undrabarn í skóla go langt á undan jafnöldrum 
      sínum. Venjulegur skóli var of léttur fyrir hana svo 
      að hún nam hjá munkum í Tíbet áður en hún hóf dansnám
      hjá balletinum í Stuttgart.
Atvinna: Rannsóknarstörf hjá tölvufyrirtæki og geimferðastofnuninni
         og hún er taugalæknir.
Áhugamál: Teflir eins og stórmeistari.
Sambönd: Er af og til með Jason Gibbons. Á hús á dýrum stað í 
         Hollywood.
Bíll: Silfurlitur Mercedes Benz af dýrustu gerð.
Dylan~Drew Barrymore
Stjörnumerki: Fiskar
Hár: Skolleitt
Augu: Græn
Einkenni: Rómantísk og hálfgerður hippi í sér.
          Fær oft snjallar hugmyndir.
Æska: Móðir hennar er látin go faðir hennar að öllum
      líkindum einnig en ekkert er vitað um hann.
      Var villt sem barn og unglingur. Gekk í skóla
      lífsing, Las Kerouac, og lennti í ýmsum miður góðum 
      félagsskap.
Atvinna: Allt mögulegt, meðal annars fjölbragðaglíma 
         trukkabílstjóri, jógakennari og skemmti á hestaati, 
         svo eitthvað sé nefnt.
Áhugamál: Margvísleg og gjörn á að ana í eitthvað sem hún
          veit ekkert um.
Sambönd: Einhleyp eins og er. Hún er seinheppin í ástum og 
         virðist alltaf velja rangan mann. Býr í lítilli íbúð
         á Sunset Boluevard.
Bíll: Chevelle
Natalie~Cameron Diaz
Stjötnumerki: Meyja
Hár: Ljóst 
Augu Ljósblá
Einkenni: Stríðin, bjarsýn og opineygð. Hefur ekki hugmynd
          um að hún lítur út eins og ofurfyrirsæta.
Æska: Móðir hennar er bókavörður og faðirinn fótboltaþjálfari.
      Var nördi í skóla og reyndi að líkjast Lei prinsessu.
      Lauk námi frá MIT.
Atvinna: Vann við rannsóknir hjá sænsku vísindaakademíunni, 
         ljósmóðir dýra, tilraunaflugmaður og talsmaður
         Lincolns/Mercury.
Áhugamál: Allt á hjólum, sérstakt dálæti á vegakappakstri, 
          þyrluflugi og motorcross. Einnig hefur hún mikinn 
          áhuga á spurningaleikjum.
Sambönd: Er nýflutt inn í strandhús með Pete, nýjum kærasta.
Bíll: Ferrari, gamall en verðmætur.
                                 DV