Thalia er söngkona og leikkona, og ég ætla að skrifa aðeins um hana og æsku hennar. En þetta er einskonar “lífsklukka”!
*****+*****+*****+*****+*****+*****+** ***+*****+*****+*****+*****+

Í byrjun árið 1970.

Alveg síðan Thalia var lítil stelpa í Mexico borg, vildi hún verða söngkona eða leikkona, og henni hefur tekist það, og jafnvel miklu meira.

Þegar Thalia varð 9 ára, gekk hún í hljómsveit sem hét Din-Din, og gáfu þær út 4 plötur, og voru meira að segja tilnefndar fyrir bestu popp-plötuna yngri en 12.


Árið 1980.

Í lok ársins 1984, fékk Thalia hlutverk sem dansmey í Grease, sem var sett upp í Mexico af unglinga-leikhópnum “Timbiriche”.

En svo þegar ferill hennar sem söngkonu fór að takst á loft, ákvað hún að taka að sér nokkur hlutverk í nokkrum sápuóperum. Eins og “La Pobre Sénorita Limantour”(1987), “Quinceanera”(1988) og svo “Lucy y Sombra”(1989).


Í lok ársins 1980 og eiginlega alveg í byrjun ársins 1990.

Árið 1989 sagði Thalia bless við “Timbiriche”, og hélt til L.A í ár. Thalia kom svo aftur til Mexico ári seinna, og full af nýjum hugmyndum og með nýtt look. En það var einmitt það sem hún var að sækjast eftir. En í kjölfarið gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, sem hét bara “Thalía” í samvinnu við Alfredo Diaz Ordaz.


Árið 1991.

Thalia var nú orðin frekar þekkt söngkona og ákvað hún þá að sná sér aftur að leiklistinni. (veit ekki alveg af hverju hún er alltaf að skiptu um, en skiptir ekki…). Henni var nú boðið að vera svona aðstoðar- þáttastjórnandi í þætti sem hét “VIP de noche”.

Thalia féllst svo á það að leika í tveimur af þremur óprum í sápuóperu, og átti hún að leika character sem hét Maria. Fysrsta óperan sem kom út hét “Maria Mercedes” og kom hún út árið 1992. Seinni óperan sem kom út hét “Marimar” sem kom út 1994, sem náði fyrsta sæti í U.S.A. Og svo lék hún í þætti sem hét “Maria la der barrio” sem kom út 1995 og náði líka fyrsta sæti.


Árið 1995.

Hún kom svo með nýja plötu sem hét “En Extasis” (EMI) sem gerð var í samvinnu með Emilio Estefan og Oscar Lopez. Platan fékk bæði gull og platinum verðlaun, og myndbandið með laginu sem gerði all vitlaust, “Piel Morena” fylgdi rosalega flott myndband.

Gleðin sem fylgdi “En Extasis” leiddi til annarrar plötu sem hét “Amor a la mexicana” sem kom út 1997, og meira að segja kom líka út plata á filipísku og hún hét “Nandito Ako”.


Árið 1997.

Töfrarnir sem fylgdu Taliu leiddu líka tilþ ess að að 25. Apríl 1997 héldu fólkið og aðdáendurnir hennar sérstakann dag sem hét “Thalia Day”, og nokkrum mánuðum síðar var reist vax-stytta af henni í Mexícó.


Árið 2003.

Talia gaf út sína nýjustu plötu sem hét “Arrasando”, og smellinn “Entre el mar y una estrella”.

En það síðasta sem að ég hef heyrt með henni er lagið “I want you” sem að hún gerði með Fat Joe.
Rokk | Metall