Cristopher Titus Ef þið fylgist með nátthröfnum á skjá1 kannist þið við kauða.

Cristopher Titus fæddist þann 10. mars 1966 í Worcester, Massachuesettes í Bandaríkjunum. Hann bjó hjá pabba sínum sem var sölumaður sem drakk bjór einsog hann fengi borgað fyrir það og hann hafði margar stjúpmæður. 12 ára gamall hljópst hann á brott til mömmu sinnar Juanitu(líffræðilegrar) og bjó hjá henni í bílskúrnum hennar. Mamma hans var píanisti, en átti við geðræn vandamál að stríða og eyddi oft tíma sínum á geðveikrahælum. En hann flutti svo með pabba sínum til Kaliforníu og þá kynntist hann stjúpróður sínum, David Titus.

Á meðan hann ólst upp í kaliforníu þá dreymdi hann að verða grínisti. 18 ára þá var hans fyrsta gigg á klúbbi í San Francisco. Það leiddi svo til þess að það varð hans atvinna en ekki varð pabbi hans ánægður með það :), en stuttu seinna drap mamma hans mann sinn(ekki pabba titusar á þessum tíma) eftir að hann hafði beitt hana ofbeldi í drjúgan tíma. Nokkru seinna Kynntist hann konunni sinni, henni Erin og hafa þau verið saman síðan.

Um 24 ára aldur, eftir að mamma hans framdi sjálfsmorð skrifaði hann “Norman Rockwell is Bleeding” sem er einskonar ævisaga hans þar sem hann gerir stólpagrín af ævi sinni, pabba sínum, drykkju hans og kvennafari, mömmu sinni og geðveiki hennar, sambandi sínu við Erin, sambandi sínu við frekar frosinn stjúpbróður og besta vin sinn, Tommy Shafter sem allir telja homma.

Stand-up ið var gífurlega vinsælt og leiddi að gerð sjónvarpsþáttanna “Titus” sem er kolsvartur gálgahúmor.

Titus og Erin eru nú gift og eiga eitt barn, Kennie Marie sem var skýrð í höfuðið á pabba Titusar

Hann er áhugamaður um bíla einsog hann er í þáttunum.