Drew Barrymore Það er svolítið síðan ég gerði grein hérna á fræga fólkinu þannig ég ákvað bara að slá til og fjalla um hana yndislegu og frjálslegu Drew Barrymore. Hún er um þessar mundir að kynna Charlie’s Angels: Full Throttle og sú mynd gengur bara alveg mjög vel. En nú að sögunni.

Drew Blythe Barrymore fæddist klukkan 11:51 f.h. þann 22. febrúar 1975 í kvikmyndafjölskyldu. Tvær frænkur hennar, afi hennar, langafi og langamma hennar voru öll leikarar. Svo er Steven Spielberg guðfaðir hennar.

Hún ólst upp í Culver City, Kaliforníu í Bandaríkjunum og kláraði aldrei skólann. Hún byrjaði að leika virkilega snemma, enda ekki furða. Þegar hún var 11 mánaða byrjaði mamma hennar, Jaid að fara með hana í auglýsingaprufur. Fyrsta auglýsingin sem hún lék í var fyrir Gainesburger Puppy Food. Svo þegar hún var 7 ára lék hún í E.T. en fyrsta myndin sem hún lék í var tveimur árum fyrr, í Altered States. Um tíma urðu peningarnir og frægðin henni um megn og var hún fíkniefnafíkill og kvikmyndaframleiðendur og leikstjórar vildu ekki koma nálægt henni. Hún byrjaði að drekka 9 ára og reykja Marijuana þegar hún var 10 ára! Þegar hún varð 11 ára var hún svo farin að taka kókaín. Þegar hún var 13 ára ákvað mamma hennar að fara með hana í meðferð. Eftir það vildi hún bæta fyrir hvað hún hafði gert og reyna að fá athygli fólksins aftur. Hún skrifaði bók um sjálfan sig og líf sitt ásamt Todd Gold þegar hún var 14 ára. Bókin kallast Little Girl Lost. Eftir það fékk hún hlutverk í ódýrum myndum en þetta var allt á leiðinni hjá henni.

En þegar Drew var 19 ára giftist hún bareigandanum Jeremy Thomas. Hjónabandið entist í þrjá mánuði. Barrymore hefur gengið í gegnum þó nokkur stutt hjónabönd og má þá einnig nefna fimm mánaða hjónaband hennar og Tom Green. En eftir það sagði hún þetta um ást: „Ástin kemur ekki endilega í þeim pakkningum sem maður vonaðist eftir. Hún kemur bara, eins og eitthvað frá FedEx og það eina sem þú þarft að gera er að ákveða hvort þú takir á móti henni eða ekki.“

Drew hefur stofnað sitt eigið framleiðslufyrirtæki (eða production company), Flower Films.

Hér koma svo allar kvikmyndirnar (frá imdb.com):

1. Confederacy of Dunces, A (2004) (í framleiðslu) …. Darlene
2. Science of Sleep, The (2004) (tilkynnt)
3. Fifty First Kisses (2004) (í framleiðslu) …. Lucy Whitmore
4. Duplex (2003) (væntanleg)
5. Charlie's Angels: Full Throttle (2003) …. Dylan
6. Confessions of a Dangerous Mind (2002) …. Penny
7. Riding in Cars with Boys (2001) …. Beverly D'Onofrio
8. Freddy Got Fingered (2001) …. Mr. Davidson's Receptionist
9. Donnie Darko (2001) …. Karen Pomeroy
10. Charlie's Angels (2000) …. Dylan Sanders
11. Titan A.E. (2000) (röddin) …. Akima
12. Skipped Parts (2000) …. Fantasy Girl
13. Olive, the Other Reindeer (1999) (TV) (röddin) …. Olive
14. Never Been Kissed (1999) …. Josie Geller
15. Home Fries (1998) …. Sally Jackson
16. “Hercules” (1998) TV (röddin) …. Atalanta/Ariadne
17. Ever After (1998) …. Danielle De Barbarac
18. Wedding Singer, The (1998) …. Julia Sullivan
19. Wishful Thinking (1997) …. Lena
20. Best Men (1997) …. Hope
21. Like a Lady (1996) …. The Jockey
22. Scream (1996) …. Casey Becker
23. Everyone Says I Love You (1996) …. Schuyler Dandridge
24. Batman Forever (1995) …. Sugar
25. Mad Love (1995) …. Casey Roberts
26. Boys on the Side (1995) …. Holly Pulchik/Lincoln
27. Inside the Goldmine (1994) …. Daisy
28. Bad Girls (1994) …. Lilly Laronette
29. Wayne's World 2 (1993) …. Bjergen Kjergen
30. Doppelganger (1993) …. Holly Gooding
31. No Place to Hide (1993) …. Tinsel Hanley
32. Amy Fisher Story, The (1993) (TV) …. Amy Fisher
33. Guncrazy (1992) …. Anita Minteer
34. “2000 Malibu Road” (1992) TV…. Lindsay Rule
35. Sketch Artist (1992) (TV) …. Daisy
36. Waxwork II: Lost in Time (1992) …. Fyrsta blóðsugu fórnarlamb
37. Poison Ivy (1992) …. Ivy
38. Motorama (1991) …. Fantasy Girl
39. 15 and Getting Straight (1989) (TV) …. Susan
40. Far from Home (1989) …. Joleen Cox
41. See You in the Morning (1989) …. Cathy
42. Conspiracy of Love (1987) (TV) …. Jody Woldarski
43. Happy 100th Birthday Hollywood (1987) (TV)
44. “Star Fairies” (1986) TV (röddin) …. Hillary
45. Babes in Toyland (1986) (TV) …. Lisa Piper
46. Adventures of Con Sawyer and Hucklemary Finn, The (1985) (TV) …. Con Sawyer
47. Cat's Eye (1985) …. Our Girl/Amanda
48. Terror in the Aisles (1984) …. Charlie McGee
49. Irreconcilable Differences (1984) …. Casey Brodsky
50. Firestarter (1984) …. Charlene ‘Charlie’ McGee
51. E.T. the Extra-Terrestrial (1982) …. Gertie
52. Altered States (1980) …. Margaret Jessup
53. Bogie (1980) (TV) …. Leslie Bogart
54. Suddenly, Love (1978) (TV) …. Bobby Graham