Birgitta Haukdal er söngkona Írafárs og af mörgum talin eini kvenmaðurinn í hljómsveitinni. Birgitta er fædd og uppalin á Húsavík. Þar bjó hún þar til að hún varð 18 ára ásamt foreldrum sínum og tveimur systkynum. Birgitta byrjaði að syngja ung að aldri hoppandi í rúminu sínu með klósettrúllu sem míkrafón. Hún söng á jólaböllum og barna skemmtunum á Húsavík og eftir það tók Söngkeppni framhaldsskólanna við þar sem hún tók þátt fyrir hönd Framhaldsskólans á Laugum og stóð sig með prýði. Eftir það lá leiðin á Broadway þar sem hún tók þátt í hinni frægu Abba sýningu sem sló í gegn í tæp þrjú ár.

Nafn: Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir
Heimili: Reykjavík
Bifreið: Renault Megane II
Stjörnumerki: Ljón
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Will & Grace, Ally MacBeal
Uppáhalds matur: Ekkert jafnast á við Jólasteikina hennar Mömmu…mmmm…
Uppáhalds litur: Blár
Uppáhalds Tískuvöruverslun: KISS í kringlunni, langflottust.
Áhugamál: Tónlist, útivera, góður matur og íþróttir.
Uppáhalds Bíómynd: Dumb and dumber
Besta sem þú veist: Að fara eiga rómantíska stund með Hanna og hitta fjölskylduna mína á Húsavík.
Lífsmottó: Brostu framan í heiminn þá mun heimurinn brosa framan í þig.
Sefurðu í náttfötum: hí hí … segi ekki.
Hvernig lýsirðu sjálfri þér: Hhmm… Glaðlynd, fjörug, frek (ég er nú ljón) og með stórt hjarta. ( já og auðvitað hrikalega sterk….he..he)
Lokaorð:bless bless kiss

Tölvupóstur: birgitta@irafar.is

Jóhann Bachmann - Hanni. Hanni er borinn og barnfæddur Selfyssingur. Hann hóf snemma að berja húðir og um 14 ára aldur var hann byrjaður að spila með hljómsveitinni Skítamórall sem seinna varð ein vinsælasta hljómsveit landsins ef ekki sú vinsælasta. Inn á milli þess sem Hanni lék með Skítamóral, átti hann nokkra spretti með öðrum böndum á Suðurlandsundirlendinu eins og Dægurlagakombóinu sem einmitt Viggi og Siggi spiluðu einnig með. Hanni er einn af þeim sem vilja halda hvíldardaginn algjörlega heilagan og þýðir ekki með nokkru móti að tjónka við honum á sunnudögum. Hanni gekk til liðs við okkur í október s.l. og hefur smollið mjög vel inn í hópinn.

Nafn: Jóhann Bachmann Ólafsson Svensen (Hanni)
Heimili: Reykjavík
Bíll: wv polo
Stjörnumerki: Vatnsberi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prúðuleikararnir þegar þeir voru.
Besti matur: Söl (í litlu magni) Pasta a´la Birgitta
Uppáhalds litur: Svartur og Silfur grár
Áhugamál: Spila á Trommur í góðum gír, vera með vinum mínum, tölvur og DJAMMA……..hehe..
Besta kvikmynd: Prúðuleikararnir fara til Manhattan.
Hvað fynst þér best? Vera með fjölsyldunni og vinum í góðum gír…
Mottó: …Æ…..Þetta reddast….
Lístu sjálfum þér: Þrjóskur eins og Andskotinn, ljúfur eins og Presturinn :) og alltaf til í FJÖR!!!
Sefurðu í náttfötum? Ne hei dettur það ekki í hug.
Eitthvað að lokum? Förum….. það var einhver að PRUMPA!

Tölvupóstur: hanni@irafar.is


Vignir Snær Vigfússon gítarleikari og annar söngvari Írafárs er ættaður austan úr Skaftárhreppi. Hann er sonur skólastjóra, fékk alltaf góðar einkunnir og var með allt á hreinu varðandi málför og stavsettningar. Viggi hóf gítarnám, samhliða malarnámi strax á unga aldri og var lengi rætt um að hann væri góður á gítar en það var víst aldrei neitt annað en orðrómur. Hann spilaði þó í hljómsveitum sem gerðu garðinn frægan um alla austanverða Vestur-Skaftafellssýslu, en það voru bönd eins og Fljótið sem rann, Lady Umbrella og Geimverur í lautarferð, auk auðvitað Dægurlagakombóið. Viggi hefur til þessa verið aðallagasmiður Írafárs og bíða fjölda laga þess að koma upp á yfirborðið. Aðaláhugamál hans er umhirða og snyrting nagla en allt frá barnæsku hefur hann annast neglur sínar með fádæma natni og umhyggju. Enginn vafi er á að hann slær mörgum kvenmanninum við í þeim efnum. Viggi starfar við gítarkennslu samhliða spilamennskunni og hefur lengi átt þann draum að opna gítarskóla undir eigin nafni. Vignir er letihaugur.

Nafn: Vignir Snær Vigfússon (Viggi)
Heimili: Reykjavík
Bíll: Ford Focus
Stjörnumerki: Krabbi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends
Besti matur: Ostaveisla og ónýtur ostur.
Uppáhalds litur: Svartur
Áhugamál: Spila á gítar og allt sem tengist tónlist.
Besta kvikmynd: Veit ekki.
Hvað fynst þér best? Kaupa græjur.
Mottó: Kaupa, kaupa kaupa.
Lístu sjálfum þér: …
Sefurðu í náttfötum? Neih hei!
Eitthvað að lokum? Förum….. Hanni var að PRUMPA!

Tölvupóstur: viggi@irafar.is

Sigurður Rúnar bassaleikari er mikill leiðtogi sem kæmi sér mjög vel ef einhver hlustaði á hann. Siggi Sam, eins og hann er iðulega kallaður er fæddur, uppalinn, borinn, barnfæddur og ættaður af þeim hluta landsins sem stundum er kallaður Vestfirðir, og sleit hann þar barnsskónum í mynni Skutulsfjarðar upp úr 1973. Hann hóf ungur að stunda knattspyrnu og vann sér meðal annars til frægðar að verja vítaspyrnu frá Arnari Gunnlaugssyni, núverandi leikmanni Leicester í ensku knattspyrnunni. Auk þess byrjaði hann snemma að stunda golf og lá þá beinast við að hann yrði dúkalagningamaður, sem reyndar varð ekki. Hann hóf og lauk námi í Tækniskóla Íslands sem rekstrarfræðingur af alþjóðamarkaðssviði og starfar nú við ráðgjöf á sölu- og markaðssviði hjá Samskipum. Úff. Siggi Sam hóf sinn spilaferil fyrir vestan með Stórsveit MÍ og Aldeilis, auk þess að spila með Dægulagakombóinu. Hann hefur lengi verið einn af þéttustu bassaleikurum landsins en hefur nú tekið sig verulega á og misst allmörg kíló. Siggi syngur auk þess bakraddir og er oft góður með míkrafóninn, en samt alltaf betri án hans. Hann býr í Kópavogi.

Nafn: Sigurður Rúnar Samúelsson
Heimili: Kópavogur
Bíll: Nei bara lúxuskerra
Stjörnumerki: Steingeit
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Seinfeld, Simpsons
Besti matur: Herramannsmatur
Uppáhaldslitur: Blár
Áhugamál: Tónlist, tónlist, tónlist, ýmsar íþróttir og allt annað sem er skemmtilegt,
Besta kvikmynd: Shawshank redemption
Hvað finnst þér best: Langbest hlýtur að vera best.
Mottó: The show ain´t over until the fat lady sings
Lístu sjálfum þér: Svört jakkaföt, svörtum skóm, fjólublárri skyrtu, ekki nógu vel greiddur og hálfs syfjaður eftir helgina……..samt alltaf jafn myndarlegur.
Sefuru í náttfötum: Er páfinn múslimi?
Eitthvað að lokum? Nei hvur andsk………. drífum okkur, Hanni var að prumpa!!!

Tölvupóstur: siggi@irafar.is

Andri er borgarbarn eins og þau gerast best, borinn og barnfæddur hér í bænum og hefur sjaldan komið út fyrir póstnum 210. Sem betur fer áttuðum við okkur á því fljótlega að það borgar sig ekki að ráðfæra sig við Andra þegar við eigum leið út á land, því hann væri alveg vís með að fara Hvalfjarðargöngin á leið sinni til Hveragerðis, en eins og flestir vita er það aðeins lengri leið en að fara Hellisheiðina. Andri er engu að síður öldungispiltur sem passar einnig mjög vel inn í hópinn.

Nafn: Andri Guðmundsson
Heimili: Reykjavík
Bíll: Daewoo Nubira
Stjörnumerki: Krabbi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Will og Grace.
Besti matur: Nautasteik og kjúklingur.
Uppáhalds litur: Grár
Áhugamál: Spila, snjóbretti og veiði.
Besta kvikmynd: Sódóma
Hvað fynst þér best? Horfa á sjónvarpið uppi í rúmi.
Mottó: Ekkert mottó.
Lístu sjálfum þér: Þrjóskur, gleyminn og kærulaus.
Sefurðu í náttfötum? Nei.
Eitthvað að lokum? Förum….. Hanni var að PRUMPA!

Tölvupóstur: andri@irafar.is

tekið af www.irafar.is
Elinerlonli skrifaði: