Foo fighters Fyrst að þeir eru nú að koma til Íslands ákvað ég bara að deila þeim upplýsingum um þessa snilldar hljómsveit með ykkur.

Meðlimir:

Taylor Hawkins = trommur

Fullt nafn: Oliver Taylor Hawkins
Fæðingardagur: 17 febrúar,1972
Hljóðfæri sem hann spilar á: trommur, píanó, gítar
Uppáhalds hljómsveitir: Led Zeppelin, Jane's Addiction, Queen, Pink Floyd, Bob Marley, he Specials og the police en honum finnst Radiohead leiðinlegir og Guð má vita afhverju!
uppáhalds matur: fiskur, pasta og kjúklingur
Tónlistar saga: Taylor var í tríói sem hét Sylvia með vinum sínum en hætti í henni til þess að vera í hljómsveit Alanis Morissette, Sexual Chocolate og hætti síðan í henni til þess að taka við af trommuleikaranum William Goldsmith í hljómsveit Dave Grohl, Foo fighters.
Fyrstu tónleikar: Queen

Chris Shiflett = gítar

Fullt nafn: Christopher Aubrey Shiflett
Áhugamál:brimbretti, box og kettir
Uppáhalds hljómsveit: Communique
Uppáhalds geisladiskur: Jawbreaker - 24 Hour Revenge Therapy
Uppáhalds matur: Sushi
Uppáhalds hárgreiðsla Dave: tígóflétturnar
Fæðingardagur: 05.06.71


Nate Mendel = bassi

Fullt nafn: Nathan Gregor Mendel
Fyrstu tónleikar: Dead kennedys
Uppáhalds geisladiskur:Jesus Christ Superstar, eða Hot Rocks
Fæðingardagur: 12.02.68
Nate er einn af fjórum skemmtilegustu meðlimum Foo fighters (hehe) og ég byðst afsökunar á hve lítið er skrifað um hann.

Dave Grohl = söngur, gítar (á ég nokkuð að vera að skrifa um hann?)

Fullt nafn: David Eric Grohl
Fæðingardagur: 14. febrúar, 1969
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sopranos
Uppáhalds hljómsveit: Led Zeppelin
Uppáhalds matur: kjöt
Fyndnasti hlutur sem hann hefur heyrt Nate segja er: The needs of the many outweigh the needs of the few
Ef hann gæti sagt einn hlut við Shania Twain þá væri það: Er Mutt Lang umskurður.
Dave Grohl var eins og allir ættu að vita fyrrum trommuleikari Nirvana og hefur verið að spila með QOTSA og Tenacious D. Hann er frábær og ég elska hann eins mikið og hægt er :)
Dave á kærustu sem heitir Jordyn Blum og þau eru trúlofuð.

Wiley = Drum tec

Fullt nafn: Wiley Hodgden
Fyrstu tónleikar: Paul McCartney
Uppáhalds þáttur: Jackass
Uppáhalds hljómsveit: Bítlarnir
Uppáhalds plata: Led Zeppelin II
Wiley er reyndar ekki í hljómsveitinni en hann er bara mjög skemmtilegur náungi og fannst mér ég ætti að bæta honum við :)

Ég fékk flestar þessar upplýsingar á síðunni þeirra www.foofighters.com