Tom Cruise Tom Cruise fæddist 3.júlí árið 1962 í Sýrakúsu í New York-fylki í Bandaríkjunum og hlaut þá nafnið Thomas Cruise Mapother IV. Faðir hans var rafmagnstæknifræðingur og fjölskyldan þurfti oft að flytja vegna starfa hans. Tom var eini strákurinn í fjölskyldunni og á þrjár systur.
Þegar Tom komst á skólaaldur kom í ljós að hann var lesblindur. Þegar Tom var á unglingsaldri skildu foreldrar hans og móðir hans og hinn nýi stjúpfaðir settust að í New Jersey.
Þegar Tom var fjórtán ára ákvað hann að hann vildi gerast prestur og settist á skólabekk hjá Fransiskusarmunkunum. Það var árið 1976 - og ef einhver hefði spáð því fyrir honum að hann ætti eftir að verða ein af 100 skærustu kvikmyndastjörnum allra tíma er hætt við að drengurinn hefði hrist höfuðið. Tom var áhugasamur um, leiklist og þegar hann var 18 ára ákvað hann að hætts venjulegu skólanámi og flytjast til New York og reyna að helga sig leiklistinni.
Næstu 15 árin voru svo ævintýri líkust. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í hét ,,Endless Love“ og strax frá byrjun var sýnt að Tom mikla útgeislun sem höfðaði bæði til kven- og karlkynsaðdáenda.
Þótt hann sé fremur lágvaxinn og ekki beinlínis snoppufríður samkvæmt stöðslum tískublaðanna gerðist Tom Cruise á fáum árum einn helsti stórleikari níunda áratugarins og lék m.a. í ,,Top Gun”, ,,Color Of Money“, ,,Rain Man” og ,,Born On The Fourth Of July". Á síðasta áratug síðustu aldar var hann orðinn einn hæstlaunaði leikarinn í Hollywood og fékk 15 milljónir dollara eða meira fyrir að leika í hverri mynd.
Árið 1990 sagði Tom Cruise skilið við Kaþólsku kirkjuna flestum að óvörum, enda ákaflega trúhneigður maður. Síðan hélt hann áfram að koma fólki á óvart með því að lýsa því yfir að hann væri genginn í Vísindakirkjuna (Church of Scientology) sem er trúarhreyfing kennd við Ron Hubbard. Tom hélt því fram að fyrir atbeina Vísindakirkjunnar hefði hann læknast af lesblindunni sem hafði þjakað hann alla ævi.
Eins og flestir vita var hann giftur leikkonunni Nicole Kidman til ársins 2001, og ættleiddu þau 2 börn. Að undanförnu búið með leikkonunni Penelope Cruz, en brestir virðast vera komnir í samband þeirra.