Ég hélt nú rosalega mikið upp á Spice girls þegar þær voru að spila og var þá Victoria mest í uppáhaldi hjá mér af þeim píunum. Það er margt hægt að segja um Victoriu og einnig mann hennar, David Beckam sem allir vita hver er.
Ég ætla nú samt sem áður að segja ykkur doldið frá Victoriu en ekki frá manni hennar þótt hann eigi kannski eftir að vera nefndur í þessari grein.

Victoria Caroline Adams (eins og skírnarnafn hennar er) fæddist þann 17. apríl árið 1947 í Hertfordshire í Englandi til foreldra sinna þeirra Tony og Jackie Adams. Victoria á tvö systkini, einn bróður sem heitir Christian og eina systur sem heitir Louise.

Victoria var ein af þeim sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Spice Girls þar sem hún var kölluð Posh Spice eða snobbaða kryddið eins og það er orðað á íslensku. Í þessari hljómsveit voru með henni fjórar aðrar stelpur sem heita Geri, Emma, Mel B og Mel C. Þessi hljómsveit hætti síðan um aldamótin eftir að Geri var komin með brjóstakrabbamein eða eitthvað slíkt og þurfti að hætta en hóf sólóferil. Stelpurnar úr hljómsveitinni hófu síðan allar sólóferil sem heppnaðist misvel hjá þeim.

Victoria giftist David Beckham 4. júlí árið 1999 og fékk hún því nafnið Victoria Beckham eins og flestir þekkja hana undir. Þau eiga nú tvo drengi, Brooklyn Joseph Adams Beckham sem er fæddur árið 1999 og Romeo (veit ekki meira um nafn hans) sem fæddist árið 2002. Brooklyn er víst núna byrjaður að æfa á píanó og á hann að hafa mjög góða hæfileika til þess og er kennarinn ekki af verri endanum heldur er það Elton John en hann er góður vinur hjónanna. Brooklyn ætlar samt líklegast að feta í fótspor föður síns en hann er byrjaður að æfa fótbolta. David Beckham fer víst til Real Madrid frá Mancester en hann var búin að spila í 15 ár með liðinu og þurfa þau víst að fara að kaupa sér hús í Madrid.


STAÐREYNDIR

* Hún er með demant í fingurnögl á sér.
* Hún á tvo hunda af tegundinni Rottweiler og heita þeir Puffy og Snoopy :)
* Hún elskar vönduð föt eins og frá Cucci, Dolce og Prada
* Hún hatar japanskan mat og getur ekki horft á menn sem eru í ljótum skóm :þ
* Hún útskrifaðist úr skólunum Jason Theatre School og úr Laine Arts Theatre College.
* Gælunöfn sem hún er kölluð eru Posh Spice, Tori en það má ekki kalla hana Vicky því hún hatar það!
* Hún elskar Anitu Baker, Toni Braxton og Sounds of Blackness.
* Hún er hrútur í sjörnumerki.
* Hún er 168 á hæð :)


Victoria og Bekcham eru nú í ferðalagi um Asíu og eru nú í Japan þar sem þau njóta gífulegra vinsælda.

Ef þú vilt senda henni bréf þá er þetta addressan…veit samt ekki hvort þetta virkar hef ekki prufað að senda…

Victoria Beckham
c/o Spice Girls
P.O Box 25777
London, SW20 8WE,
England


Með kveðju Hallat : D