Það hafa nú flestir séð þættina Dharma og Greg á stöð 2 en þar leikur hún Jenna Elfman alveg bráðskemmtilega persónu í þessum þáttum eða Dhörmu! Mig langaði alveg rosalega að fræðast meira um þessa leikkonu og ákvað því að fara inn á netið og finn einhverjar upplýsingar og senda inn grein um hana fyrir þá sem vilja fræðast um leikkonuna eins og ég.


SMÁ UM HANA :)

Nafn: Jenna Elfman
Skírnarnafn: Jennifer Mary Butala
Hæð: 180
Þjóðerni: Amerísk
Fæðingardagur: 30. September 1971
Fæðingarstaður: Los Angeles
Starf: Leikkona
Maður: Bodhi Elfman (Leikari; giftust 1995)
Faðir: Richard Butala
Móðir: Sue Butala
Systkini: Hún á eina systur sem er fædd árið 1957 og einn bróðir sem er fæddur 1961.
Hún varð fræg fyrir leik sinn í þáttunum Dharma og Greg sem Dharma Freedom Finkelstein Montgomery.


STAÐREYNDIR!

* Hún er með friðarmerkis tattoo á öklanum :D
* Er æfð Ballerína.
* Útskrifaðist úr Los Angeles High School for the Arts árið 1989.
* Er yngst af systkinum sínum
* Er vog í sjörnumerki
* Hefur verið tilnefnd þrisvar sinnum fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Dharma og Greg á Emmy verðlaununum.


En þrátt fyrir allt hefur hún einnig leikið í kvikmyndum og má þá nefna Keeping the Faith frá árinu 2000 en ef einhver vill sjá hvernig þessi leikkona er að standa sig í kvikmyndunum hefur hún leikið í þessum myndum :)


Looney Tunes: Back in Action (2003)

Town and Country (2001)

Cyberworld (2000)

Keeping the Faith (2000)

EdTV (1999)

Can't Hardly Wait (1998)

Krippendorf's Tribe (1998)

Grosse Pointe Blank (1997)

Contact Blow (1996)

En allavega skemmtið ykkur vel á morgun, 17.júní!
Kv. Hallat