Brittany Snow úr American dreams. Fyrir þá sem hafa horft á American dreams á Stöð 2 ættu að vita hvaða leikkona þetta er, af því að hún leikur nú aðalhlutverkið í þættinum. Mér finnst þessi þáttur bara nokkuð góður, rosalega amerískur en það er allt í lagi.
Brittany Snow (Meg Pryor) varð 17 ára þann 19 mars á þessu ári. Hún fæddist í Tampa, Florida. Hárlitur hennar er brúnn í alvörunni en hún er með það litað ljóst núna.
Augnlitur hennar er blár og hún brosir rosalega mikið og sagði í viðtalið að fólk hafi sagt við hana að það sé mikill kostur. Foreldrar hennar heita John og Cinda Snow.
Brittany byrjaði ung að leika/sitja fyrir í auglýsingum aðeins 3 ára þá sat hún fyrir í auglýsingu fyrir bandarískt prent fyrirtæki. Þegar Brittany var aðeins 6 ára þá fór mamma hennar með hana í fullt af áheyrnarprófum fyrir auglýsingar og hún lék í nokkrum auglýsingum fyrir McDonalds, K-mart, Disney og fleiri.
Árið 1993 eða þegar hún var 8 ára þá fékk hún fyrsta hlutverkið sitt í þætti SeaQuest2032. Árið 1998 réðu foreldrar hennar umboðsmann fyrir hana frá New York, hann sendi henni handrit að sápuóperuþættinum Guiding light og bauð henni hlutverk í þættinum.
Þótt að hún hafi fengið hlutverk í þessum þætti þá flutti fjölskylda hennar aldrei frá Tampa þótt að það væri verið að taka upp Guiding light í New York. Foreldrum hennar finnst að hún eigi að búa í bænum sem hún ólst upp í og eignaðist vini í og þau vilja ekki að frægðin hafi áhrif á hennar eðlilega líf.
Brittany finnst mjög gaman að syngja og dansa.
Brittany hefur alltaf verið fyrirmyndarnemandi.


Uppáhalds:
Söngkona: Jewel
Leikari: Robin Williams
Leikkona: Meg Ryan
Matur: Jarðaber
Versti matur: Fiskur
Námsgrein: Enska, heilsa og saga
Leiðinlegasta námsgrein: Stærðfræði


*Ef hún væri ekki leikkona þá myndi hún helst vilja vera fatahönnuður.
*Þættir sem hún missir aldrei af eru Buffy og Friends.
*Fyrsta skotið hennar var í leikarnaum Ryan Phillippe.
*Venjulegur laugardagur hjá henni er svona: Hún sefur, sefur, sefur og sefur, vaknar svo og fer að horfa á sjónvarpið, talar í símann við vini svo þarf hún að læra , svo í tölvuna og svo horfir hún meira á sjónvarpið og fer svo að sofa.

Hvort velur hún….
Dawson eða Pacey í Dawson´s creek?: “Frekar Pacey. Hann er fyndnari og svo er Dawson með allt of dökkar augabrúnir miðað við hárið”.
Nammi eða blóm?: “Frekar blóm, en mér finnst súkkulaði líka gott.”
Strönd eða sundlaug?: “Sundlaug frekar. Þótt að það sé gaman að liggja í sólbaði á strönd þá þoli ég ekki allar þessar ógeðslegu pöddur á ströndinni, þá er betra að synda í sundlaug”.
Hunda eða ketti?: “Hunda”
Enska eða stærðfræði?: “Enska, ég hata stærðfræði”.

E-mailið hennar er: brittany@brittanysnow.com (vona að það virki ennþá).

Jæja…veit einhver hver þetta er???
Later…;)