Pau William Walker fæddist 12 september 1973 í bænum Glendale í Kalíforníu. Paul var virkur í íþróttum til dæmis í fótbolta og brimbretti. Hann á tvo bræður þá Cody og Caleb Walker og eina systur sem heitir Ashlie. Móðir hans var fyrirsæta sem leiddi Paul út í fyrirsætustörf og leiklist þegar hann var ungur. Þegar hann var ungur lék hann í þáttum eins og “Charles in Charge”, ”Highway to Heaven“, ”Who's the Boss?“ og ”Diff'rent Strokes“. Árið 1986 lék hann í hryllingsmyndinni Monster in the Closet og svo lék hann í sjónvarpsþáttunum ”Throb" (1986-87)

Eftir að hafa lokið Village Christian High School lék hann í frægu sápuóperunni The Young & The Restless sem Brandon Collins í 2 ár. Hann var ungur, græddi peninga og lék í vinsælustu sápuóperunni í sjónvarpi. Paul byrjaði að eyða meiri pening en hann átti og eftir að hlutverkið hans hætti reyndi hann að komast í Santa Barbara City Collage til að vinna að Sjávarlíffræðisgræðu ( Marine Biology degree). Paul segir að Monterey Bay Aqarium er einn af hans uppáhaldsstöðum.

Með hvatningu frá vinunum og gamla umboðsmanninum sínum sem man eftir honum sem barni, ákvað Paul að reyna aftur við leiklistina. Hann sagði að ef hann hefði hætt í leiklistinni þá hefði hann viljað fara aftur í skóla og fá kennararéttindi því honum finnst það að vera kennari mjög gefandi. Hann elskar líka ljósmyndun.

Eftir að hafa byrjað aftur í leiklist lék hann í myndunum Meet the Deedles, Pleasantville, Varsity Blues, She's All That og The Skulls.Paul hefur verið að vinna meira að leiklistinni sinni og hefur fengið fleiri og fleiri hlutverk í Hollywood. Paul er ungur leikari sem greinilega stendur upp úr frá hinu fræga fólkinu, ekki aðeins með hæfileika hans heldur líka með viðhorfi hans.

Paul líkar ekki að horfa á sínar eigin myndir. Honum langar að finna dramatískari hlutverk og einhvern daginn vill hann framleiða mynd með sér. Vinir Pauls voru vanir að kalla hann “The Vagrant” því hann átti aldrei heima lengi á sama stað.hann ferðaðist oft. Hann býr annaðhvort með bræðrum sínum eða vinum. Hann sest aldrei að á einum stað. Paul hefur ferðast um allan heimin og farið meðal annars til Fiji, Spánar, Bora Bora, Grikkland og Costa Rica.