Ashton Kutcher! Í gær fór ég í bíó á “Just married” sem er snilldar mynd og mig langaði bara að gera grein um Ashton Kutcher sem örugglega lang flestir kannast við sem Michael eða Kelso úr That´s the 70´s.
Að mínu mati er hann góður leikari og sætur.
Hérna eru upplýsingar um hann:

Christopher Ashton Kutcher fæddist þann 7.febrúar 1978 í Cedar Rapids, Iowa. Hann á tvíburabróður, Michael og eldri systur, Tausha. Hann ólst upp á bóndabæ. Mamma hans og pabbi skildu þegar hann var 13 ára. Þegar Ashton var 15 ára flutti mamma hans ásamt sínum seinni eiginmanni til Homestead, Iowa.
Þegar Ashton var í grunnskóla hafði hann mikinn áhuga á íþróttum og líka leikritum.
Þegar Ashton varð eldri þá vann hann í local General Mills við það að sópa gólfin. Það er sagt að hann hafi einu sinni verið svo fátækur að hann gaf blóð til að eiga nóg af peningum fyrir háskóla.
Hann var að læra Biochemical engeneering (getur einhver þýtt þetta vel?) árið 1997. Ástæðan fyrir því að hann vildi læra þetta er sú að þegar bróðir hans var 13 ára þurfti hann að fara í aðgerð til að fá annað hjarta, og þess vegna vildi Ashton geta lært að hjálpa fólki. Svo var hann uppgötvaður af einhverjum tísku umboðsmanni og hann bauð honum að taka þátt í “Fresh faces of Iowa”, fegurðarsamkeppni.
Ashton sagði að hann vissi ekki einu sinni að karlfyrirsætur væru til, nema Fabio.
Hann vann keppnina og fór næsta dag til New-York.
Hann gerðist módel og vann fyrir t.d. þessi merki: Versace, Tommy Hilfiger, Abercombie og Fitch. Hann var samt mest þekktur fyrir að vera módel hjá Calvin Klein.
Fyrsta daginn sem hann fór til Hollywood fékk hann hlutverk Kelso, af því að meðan allir aðrir sem sóttu um hlutverkið léku hann heimskan, en Ashton lék hann bara barnalegan.
Hann er núna að deita Brittany Murphy, eins og flestir vita :)

Hann var valinn af blaðinu “People” einn af 50 fallegasta fólkinu í öllum heiminum, árið 2000.
Hann hefur leikið í myndunum “Reindeer games” með á móti Ben Affleck og í myndinni “Down to you” ásamt Freddie Prinze Jr. og Juliu Stiles. Svo auðvitað í myndinni “Dude where´s my car” á móti Seann William Scott.


Ef þið viljið skrifa honum:
Ashton Kutcher
c/o That '70s Show
4024 Radford
Building 1, Suite 111
Studio City, CA 91604.

Jæja..hvað finnst ykkur? :)
Later…;)