David Gray fæddist í Manchester borg árið 1968 sem gerir
hann 35 ára gamlan. Þegar hann var einungis finn ára gamall
flutti hann ásamt mömmu sinni og pabba til Wales. Þar bjó
han þangað til hann náði háskóla-alfri og fluttist þá til
Liverpool til að læra í háskólanum í Liverpool. Árið 1992 kom
út fyrsta smáskífa hans, “Birds without wings”. Að mínu mati
er þetta lang besta lag hans og með besta textanum.
Fyrsta breiðskífa Davids kom síðan út árið 1993. “A century
ends” hét sú og innihélt lög sem endurspegluðu reiði, ást,
ástríðu og allar aðrar tilfinningar sem geysuðu í David á
þessum tima.
Næsta plata sem kom út var “Flesh” og hún kom ári seinna.
Þar fóru textaskrif Davids að dala og hann náði sér eginlega
ekki á strik fyrr en með laginu “A clean pair of eyes”.
David varð ótrúlega vinsæll í Írlandi með útkomu Flesh og
hann hefur verið síðan eitt af stærstu nöfnunum þar í landi,
ásamt U2 og Sinead O´Connor sem er reyndar að hætta.
Þriðja breiðskífa Davids var “Sell, sell, sell”. Hún kom út árið
1996. Á þessum tíma var búið að banna að spila lög af
plötunni á Bretlandi og í Írlandi en meginland Evróppu gat ekki
beðið eftir næstu plötu.
Næsta plata var “White ladder” sem næstum allir hafa heyrt
um. Hún inniheldur slagara eins og “Babylon”, “Sail away” og
“This years love” (Þetta seinasta ætlum við bróðir minn að
spila í brúðkaupi systir okkar í sumar). “White ladder seldist í
2,2 mmillj´num eintaka BARA á Bretlandi!!!!! Platan var einnig
meira en 100 vikur samtals á topp 40 listanum í Bretlandi.

Þessi maður er snilld, hann er alger snilld. Ég mæli eindregið
með því að fólkið skelli sér í næstu plötubúð og kaupi nýju
plötuna hans, ”A new day at midnight"…
Takk fyrir mig og góða nótt…