Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, hvers vegna er fólk að velta sér svona mikið upp úr fræga fólkinu? Er það vegna þess að það er frægt?

Fátt þykir mér leiðinlegra en þegar maður er á spjalli, þá oftast við afar grunnhyggið fólk, við einhvern, og nefndur einhver kemur með eftirfarandi setningu “Heyrðu, veistu hvað var að koma fyrir Emmogemm um daginn?” …. ohhhh…. þá er svarið mitt oftast einhvernvegin svona “Nei, og mér er alveg skítsama”, en viðkomandi skilur ekki að ég hafi ekki áhuga á þessu, og segir mér engu að síður hvaða ævintýrum nammitegundin (eða hver sem er annar) var að lenda í.

Hvers vegna eruð þið að velta ykkur upp úr því hvað þetta lið er að borða, eða hvernig bíla og hús það á? Er það vegna þess að ykkar eigin líf eru svo ömurglega litlaus og tilbreytingarlaus að þið sjáið ljós í myrkrinu við að horfa á Óskarsverðlaunahátíðina, þar sem pakkið skartar sínu fegursta og kyssir rassa hægri vinstri, til þess að missa nú ekki sinn frægastatus. Það er einn Óskarsverðlaunagaur sem ég respecta, Michael Moore!! En mér er andskotans sama hverri hann er að ríða, eða hvort hann er hommi sem á ekki Porsche.

Leikarar og annað frægt fólk er oftast mjög grunnhyggið og sjálfsmiðað fólk, t.d. vill ég nefna Leonardo di Caprio sem dæmi, hann lýsti yfir stuðningi við Greenpeace og einhver dýraverndunarsamtök …. nokkrum mánuðum síðar sást hann á vappi klæddur í leðurbuxur með dauðan ref um hálsinn, og sömu viku var hann á fjórhjóli sem eyðir c.a. 40 lítrum af bensíni á 100 km. Ástæða þess að ég veit þetta um þennan leikara er að þetta lýsir fyrir mér hræsninni sem þetta fólk kemst upp með, án þess að fá bágt fyrir.

Þið ættuð í raun að skammast ykkar fyrir að standa fyrir aftan boruna á þessu liði, tilbúin að gleypa hvað sem dettur út úr hringvöðvanum á þeim, já eða Entertainment Toninght. Það er er jafnvel enn sorglegra en að fylgjast með frægu fólki frá öðrum löndum, er að fylgjast með “fræga og fína fólkinu” á Íslandi …. whuuuuuut? Dæmi um frægan og ríkan mann á Íslandi er Baltasar Kormákur, ég hef dregið hann út af klósetti á ónefndum skemmtistað í 101 rvk, alblóðugan með ælubletti framan á sér. Úúúúúúúú…. við skulum öll gera það, that's classy!