Pamela Anderson- Sex, drugs, rock and droll Pamela Denise Anderson fæddist klukkan 4:08, aðfaranótt 1. júlí árið 1967 í Ladysmith, British Columbia, Kanada. 1967 var aldarafmæli Kanada og Pamela var fyrsta barnið fætt þennan dag í Kanada sem færði henni titilinn „Aldarafmælis-barnið“. Pamela fékk í kjölfarið umfjöllun í dagblaði staðarins, “the Ladysmith-Chemainus Chronicle”. Fjölskyldan fékk peningaverðlaun og viðurkenningar. „Þarna byrjaði þetta allt“, segir Pamela.
Stuttu eftir það fluttu foreldrar hennar, ofnasmiðurinn Barry og þjónustustúlkan Carol til Comox, British Columbia, þar sem þau fjárfestu í sex herbergja húsi við Dogulas götu.
Comox er um 200 kílómetra norður af Vancouver, British Columbia, og var það á bókasafni þar er módelferill Pamelu hófst. Hún sat þar fjögurra ára og hlustaði á sögu með hundrað öðrum börnum þegar ljósmyndari náði mynd af henni sem vakti mikla lukku. Höfundarrétturinn var áskilinn og myndin send á öll bókasöfn í British Columbia.
Unglingsár Pamelu þóttu frekar dæmigerð, stúlkan var í tannréttingum og flatbrjósta. Hún var afreksmanneskja í íþróttum, og var uppnefnd „gúmmíbandið“ fyrir liðugleika sinn.
Haft var eftir Pat Lewis, einum af leikfimikennurum hennar úr skóla; “She was quite cute and competitive, but there was nothing special about her” („Hún var nokkuð myndarleg og hafði keppnisandann, en það var ekkert sérstakt við hana“). Greinarhöfundi þykir afskaplega líklegt að þar liggi hundurinn grafinn bak við Barbí-lúkk Pamelu, niðurbrotin sjálfsímynd unglingsins hefur dregið hana á villigötur síðar meir.
Uppáhalds íþrótt Pamelu var blak og ólíkt jafnöldrum sínum var hún lítið áhugasöm um bíómyndir, sjónvarp eða tónlist. Þó spilaði hún á Saxafón við hvert tækifæri og spilaði í lúðrasveit.
Móðir Pamelu segir svo “Is someone did better than Pamela, she'd do anything to top them. She was always very determined” („Ef einhver gerði betur en Pamela, gerði hún hvað sem í valdi hennar stóð til að gera enn betur sjálf. Hún var alltaf mjög ákveðin“).
Þegar hún útskrifaðist frá Highland Secondary School árið 1985 stóð í árbókinni að markmið hennar í lífinu væri „að verða strand gella í Kaliforníu“. Hve sem það kann að þykja.
Árið 1988 flutti Pamela til Vancouver til að kynnast borgarlífinu. Hún starfaði sem líkamsræktarþjálfari þegar líf hennar tók umbreytingum.
Það var sumarið 1989 og vinir hennar buðu henni með sér á leik í Canadian Football League (CFL). Einn viðstaddra vina hennar starfaði sem kynningaraðili hjá Labatt’s bjórverksmiðjunni. Leikurinn var milli British Columbia Lions og Toronto Argonauts í B.C. Place, og í leikhléinu skannaði myndatökumaðurinn yfir mannfjöldann leitandi að einhverju áhugaverðu til að sýna á stóra skjánum.
Hann rakst á Pamelu, og þegar hún brosti frá skjánum yfir allan völlinn, trylltust viðstaddir af aðdáun.
Labatt’s tóku eftir viðbrögðunum sem þessi kona fékk og sú staðreynd að hún klæddist Labatt’s bol sem vinur hennar hafði gefið henni, rotaði málið endanlega. Hún hóf störf sem módel fyrir auglýsingar fyrirtækisins, og tók þátt í “Blue Zone” auglýsingaherferð þeirra sem “Blue Girl” („Bláa Tjéddlingin“).
Veggspjöld með Pamelu héngu nú á veggjum ölstofa og veitingastaða yfir allt Canada.
Ken Honey, frílansa ljósmyndari frá Vancouver tók nokkrar myndir af Pamelu og eftir að hafa sannfært hana sendi hann þær til Playboy tímaritsins. Þeir tóku henni opnum örmum og í Október 1989 flutti Pamela til Los Angeles, California, til að pósa fyrir forsíðu Októbereintaks tímaritsins.
Playboy varð hennar stóra stökk. Hún fékk í framhaldinu lítil hlutverk í þáttum sem “Married with Children” á Fox sjónvarpsstöðinni árið 1991 og fékk hlutverk Lísu “Tool Time Girl” í þáttunum “Home Improvement” á ABC.
Hún fékk sér sílikon í brjóstin og fyllti varirnar einnig og blómstraði ferill hennar í samræmi við það.
David Hasselhoff var aðdáandi þáttanna og þegar hann sá Pamelu í hlutverki “Lísu” vissi hann að hann hafði fundið nýjan strandvörð í þættina sína Baywatch, (sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið fyrir lurk). Strandvörðurinn C.J. Parker var fædd.
Pamela gerðist svo sniðug að grípa hlutverkið, og að eigin sögn áttu hún og karakterinn hennar ótrúlega margt sameiginlegt, og fannst henni oft á tíðum sem hún væri að leika sjálfa sig.
Í kjölfarið fylgdi misheppnaður kvikmyndaferill, sem verður ekki ítarlega rakinn hér, innihaldandi myndir eins og “Barb Wire”, “Snapdragon” og “Raw Justice”.
Á gamlárskvöldi 1994 var Pamela stödd í partýi í New York þar sem hún hitti ofbeldisglaða trommarann Tommy Lee úr Montley Crue. Þeirra fyrstu kynni voru á þá leið að hann gekk beint að henni og sleikti á henni andlitið. Hann hékk utan í henni og eftir langt suð eftir símanúmerinu hennar, gaf hún eftir. Hann ofsótti hana símleiðis í nokkrar vikur og fór að lokum eina fýluferð þar sem hún hafði lofað að koma á stefnumót, en hætti við á síðustu stundu. Hún þurfti að fara í myndatöku til Cancun, Mexíkó til að auglýsa sólarvörn, og hann brá á það ráð að elta hana þangað.
Eftir fjögurra daga partý, voru þau gefin saman á strönd. Pamela klæddist hvítu bikíní og Tommy var á stuttbuxum. Þau létu tattúvera giftingahringi á fingurna á sér.
Þau giftu síðan sig aftur, upp á grínið, í silfurlituðum geimgöllum með vini sína viðstadda, „bara til gamans“, var haft eftir þeim.
Tommy lamdi Pamelu sundur og saman í hjónabandinu sem var röð endalausra rifrilda, skilnaða og sátta. 6. júní 1995 eignaðist hún sitt fyrsta barn, soninn Brandon, og eignaðist hún soninn Dylan Jagger 29. desember, tveimur árum seinna. Tommy fór í fangelsi í nokkra mánuði fyrir barsmíðarnar, og fékk sektir og kærur hvað eftir annað. Pamela og Tommy tóku upp myndband þar sem mátti sjá þau saman á brúðkaupsnóttinni, og komst það í umferð. Þau fóru með málið fyrir rétt og sögðu það vera stolið. Þau unnu málið og fengu einhverjar skaðabætur, en þó var versti skaðinn skeður og höfðu milljónir manns séð brúðkaupsnóttina frá grófustu sjónarhornum.
Hún skildi endanlega við hann árið 2000.
Pamela Anderson fékk lifrabólgu C eftir að hafa deilt tattoo nál með Tommy Lee, en hann neitar þó öllu. Hún er í dag gift white-trash rokkaranum Kid Rock og bíður örlaga sinna. Lifrabólga C er banvæn.
I love Stan, Stan loves ham… ham I am!