Nicolas Cage Nicolas Cage er einn af mínum uppáhalds leikurum. Hann á langan og góðan feril að baki og nú ætla ég aðeins að segja ykkur frá honum!


Fullt nafn: Nicolas Kim Coppola
Foreldrar: Joy Vogelsang, dansari og danshöfundur, og August Coppola, bókmenntafræðingur.
Stjörnumerki: steingeit
Eiginkona: Patricia Arquette


Nicolas fæddist þann 7. janúar árið 1964, á Long Beach í Kaliforníu. Það gerir hann 39 ára. Hann kynntist fyrst leiklistinni í Beverly Hills Highschool og þegar hann var rekinn úr honum 17 ára, var hann ákveðinn í að hefja sinn leiklistarferil. Hann var bróðursonur Francis Ford Coppola og sá því fram á að öðlast frægð auðveldlega, nafnsins vegna. En eftir stutta íhugun fannst honum það óréttlátt gagnvart öðrum ungum leikurum og ákvað bara að öðlast frægðina upp á eigin spýtur. Því breytti hann eftirnafninu sínu í Cage, aðallega vegna aðdáunar sínar á þeim John Cage og Luke Cage. Hann hóf ferilinn eins og margir aðrir leikarar, með smáhlutverkum. Sama ár og hann var rekinn úr skóla lék hann í Amy Heckerling's og Fast Times at Ridgemont High. Á árinu 1983, aðeins 18 ára, lék hann sitt fyrsta stóra hlutverk, í myndinni Valley Girl. Svona hélt hann áfram og var ekki lengi að öðlast frægðina sem hann þráði svo heitt. Hann fékk Golden Globe tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni Moonstruck, og fékk Óskarsverðlaun fyrir myndina Leaving Las Vegas árið 1995. Eftir allar þessar myndir ákvað Nicolas að byrja að leika í hasar- og spennumyndum. Má þá helst nefna The Rock, Con Air og Face/Off. Árið 1998 sneri hann aftur í rómantísku deildina og fór á kostum í City of Angels. Árin liðu og árið 2000 sló hann aftur í gegn í myndinni Gone in 60 Seconds. Síðan þá hefur hann nú leikið í nokkrum myndum og hann er alltaf jafn góður!

Filmography:

• Matchstick Men (2003)

• Adaptation (2002)

• Windtalkers (2002)

• Captain Corelli's Mandolin (2001)

• The Family Man (2000)

• Gone in 60 Seconds (2000)

• 8MM (1999)

• Bringing Out the Dead (1999)

• City of Angels (1998)

• Snake Eyes (1998)

• Con Air (1997)

• Face/Off (1997)

• The Rock (1996)

• Kiss of Death (1995)

• Leaving Las Vegas (1995)

• Guarding Tess (1994)

• It Could Happen to You (1994)

• Trapped in Paradise (1994)

• Amos & Andrew (1993)

• Deadfall (1993)

• Red Rock West (1993)

• Honeymoon in Vegas (1992)

• Zandalee (1991)

• Fire Birds (1990)

• Time to Kill (1990)

• Wild at Heart (1990)

• Vampire's Kiss (1989)

• Moonstruck (1987)

• Raising Arizona (1987)

• The Boy in Blue (1986)

• Peggy Sue Got Married (1986)

• Birdy (1984)

• The Cotton Club (1984)

• Racing With the Moon (1984)

• Valley Girl (1983)

• Fast Times at Ridgemont High (1982)


Tilvitnanir:

“hen I first did the action genre, I was a baby in it and I wasn't certain how to do it.”
“I analyzed it and thought ‘Well let’s do it again and again until I master it.'
That tends to be what I like to do.”
– Nicolas Cage

“There is no doubt that I am predisposed to the dark side.
As an actor I have to do a little bit of everything. I want to.
I like the romantic comedies. But I would be very comfortable
doing only dark movies. I would be OK with that.”
–Nicolas Cage

“It probably started when I was about four years old. I was terrified. I had nightmares. I had a hard time sleeping. I was that kind of a kid. I was a spooked kid. And I think that as I have grown up, rather than shun it, I've made friends with it. And now I make movies about it. I think that was the healthiest approach.”
–Nicolas Cage


Grozny!!! ;p

Kv. hinn eini sanni Werty
Hey, ljót/ur!!! Hættu að horfa á mig!