Edward Norton Ég ætla aðeins að reyna að segja ykkur frá uppáhaldsleikaranum mínum sem er Edward Norton. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikari, mér leiðast leikarar sem eru “markaðssettir” en mér finnst hann einmitt vera bara hann sjálfur.

Edward Norton jr. fæddist 18. ágúst 1969 í Boston, Bandaríkjunum.

Hann er 185 cm að hæð og um 70 kg að þyngd.

Foreldrar hans eru Edward Norton eldri sem er lögfræðingur og móðir hans Robin Norton en hún lést úr krabbameini 6. mars 1997.

Hann á tvö yngri systkini sem heita James og Molly.

Edward lauk menntun sinni úr Yale háskólanum árið 1991 og er með BA gráðu í sögu.

Hann er ekki bara leikari, hann er líka rithöfundur, leikstjóri og framleiðandi.

Áhugamál hans eru að lesa, ljósmyndun, spila á gítar og margt fleira.

Uppáhalds tónlist Edwards er Radiohead, Hole, Tom Waits, Elliott Smith, Buena Vista Social Club, Red Hot Chili Peppers og REM.

Edward á eina kisu sem hann nefndi Maggie. Maggie er köttur sem elti hann út um allt einn daginn og læddist inn með honum þar sem hann býr. Kisan var grindhoruð og með flær en Edward gat ekki hent henni aftur út svo hann tók hana að sér.

Staðreyndir:

* Edward er þrælgáfaður maður og finnst gaman að læra nýja hluti. T.d. talar hann japönsku reiprennandi.

* Edward varð frægur á myndinni Primal Fear, en áður en hann lék í henni sótti hann um hlutverk í myndunum With Honors, Hackers og Up Close & Personal en var hafnað.

* Edward bætti á sig 15 kílóum af vöðvum fyrir hlutverk sitt í American History X og hann missti tæp 9 kíló fyrir Fight Club.

Edward Norton hefur leikið í mörgum myndum og þar má þá helst nefna Primal Fear (sem hann varð frægur fyrir), American History X, Fight Club, Keeping The Faith, The Score, Red Dragon og 25th Hour.

Mér finnst hann vera algjör snilld og hafa margoft sannað sig sem leikari. Hann hefur bæði leikið “vonda kallinn” og “góða kallinn” og er alltaf jafn sannfærandi.

*Life, like a poker has an element of risk. It shouldn't be avoided. It should be faced.*
-Edward Norton.

Kveðja, Karen.