Juliette Lewis Juliette Lewis er algjör snilldarleikkona bara að mínu mati. Mér fannst hún trúlega best í Natural Born Killers þar sem hún lék Mallory, raðmorðingja. Mjög góð mynd verð ég að segja og hef ég horft á hana oft og mörgum sinnum, aðallega vegna þess að Mallory var svo cool ;þ Hehe. Ekki það að raðmorðingjar höfða eitthvað sérstaklega til mín!

En jú, þið gátuð rétt. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá leikkonunni í þessi grein þannig… enjoy!

Juliette Lewis fæddist þann 21. júní 1973, þannig hún verður bráðlega þrítug. Hún fæddist í Englaborginni eða Los Angeles í Kaliforníu. Hún er gift (ójá hún er gift) manni sem heitir Steve Berra. Hann er atvinnumaður á hjólabretti. Nafnið kemur kunnulega fyrir sjónir en samt er ég ekki alveg viss um hver það er. Þeir sem spá mikið í hjólabrettum vita kannski hver hann er! En allavega, þau giftu sig á þeim flotta degi 9. september 1999. Semsagt, 9/9/99! Það er nokkuð flott, er það ekki?

Mamma hennar, Glenis Batley var listamaður og pabbi hennar, Geoffrey Lewis var leikari. Juliette ólst upp í sjö barna fjölskyldu en sum börnin voru hálfsystkini hennar þar sem mamma hennar hafði gengið í gegnum skilnað þrisvar og pabbi hans fjórum sinnum!

Fyrsta hlutverkið hennar var í þáttunum Homefires en það var þegar hún var 12 ára. Svo lék hún í nokkrum myndum eins og National Lamoppn’s Christmas Vacation og Crokked Hearts. Árið 1991 fékk hún Academy Award og Golden Globe tilnefningar fyrir besta aukaleikkonan fyrir frammistöðu sína í Cape Fear. Árið 1993 lék hún með Brad Pitt í Kalifornia og svo auðvitað í snilldarmyndinni Gilbert Graper eða What’s Eating Gilbert Grape? þar sem hún lék á móti stórleikurunum Johnny Depp og Leonardo Di Caprio.

Nokkrar „áhugaverðar“ staðreyndir:

Þegar Juliette var 14 ára þá var hún frjáls frá foreldrum sínum (veit ekki hvernig ég á að segja þetta) þannig hún þurfti ekki að fara eftir reglunum um að leikarar undir lögaldri skyldu aðeins vinna 5 klukkutíma á virkum dögum.

Eftir að Juliette var búin að vera þrjár vikur í „high school“ hætti hún og flutti til pabba síns í Hollywood.

Þegar hún var 16 ára var hún handtekin í klúbbi þar sem hún var undir lögaldri. Kærur voru felldar frá þar sem pabbi hennar borgaði hana út.

Þetta var gaman, var það ekki? Semsagt, hvað vitum við núna um Juliette Lewis? Hún er badass chick og enn og aftur skemmtileg leikkona ;)

Thankyall!