Julian McMahon Hmmm…ég hafði ekkert betra að gera, þannig að ég ákvað að skrifa aðeins um þennan frábæra gaur sem lék í frábæru þáttunum Profiler!!!

Staðreyndasúpa:

Fullt nafn: Julian Dana William McMahon
Fæðingardagur: 27 júlí 1968
Stjörnumerki: Ljón
Fæðingarstaður: Sydney, Ástralía
Heimili: Hollywood Hills
Hárlitur: Brúnn
Augnlitur: Blár
Hæð: 6'2“
Þyngd: 182 lbs
Hjúskaparstaða: Einhleypur - fráskilinn tvisvar
Börn: Ein dóttir, Madison
Fyrrverandi eiginkonur: Danni Minoque, Brooke Burns
Fyrrverandi kærustur: Shannon Doherty, Melissa Cornell
Foreldrar: Sir William McMahon, fyrrverandi forsætisráðherra Ástrálíu, og Sonia McMahon
Gæludýr: Tveir hundar, Zac and ‘Orso’



Bio:
Julian var annar í röðinni af þremur börnum. Hann hóf laganám við háskóla í Sydney en fékk strax leið á því og byrjaði að vinna fyrir sér sem módel og lék í auglýsingum. Árið 1987 fór hann til LA, New York, Milan, Róm og París að módelast eitthvað. Þá var hann þegar orðinn mjög vinsæll í Ástralíu, fyrir leik sinn í gallabuxna auglýsingu. Þá fékk hann hlutverk í sjónvarpsþáttunum ”Dynasty“ sem hann leysti vel af hendi. Eftir að hafa leikið í þeim í 18 mánuði, lék hann í ”Home and Away“, og fyrir leik sinn í þeim þáttum fékk hann ”The best actor“ verðlaun frá þekktu tímariti í Ástralíu. Því næst fór hann til Bretlands og lék svolítið í leikhúsum þar, og kom svo aftur heim til Ástralíu og hélt því áfram. Og eftir að hafa farið með aðalhlutverkið í ”Exchange Lifeguards“ hélt hann til Bandaríkjann þar sem hann vonaðist eftir að fá alvöru hlutverk. Árið 1992 fór hann með hlutverk Ian Rain í myndinni ”Another World“. Tveimur árum seinna fluttist hann til Los Angeles og lék ýmis hlutverk í leikhúsum þar. Stuttu seinna lék hann einnig í ”Women in Control“ og ”Magenta“. Núna í seinni tíð hefur hann aðallega verið í sjónvarpsþáttunum, og þá hefur nú mest borið á honum í þáttunum ”Profiler“ og ”Charmed“.

Í frítíma sínum hefur Julian gaman af því að brimbrettast, veiða, hjóla og elda. Hann er einnig mikill aðdáandi fótbolta, hafnabolta og körfubolta. Hann safnar einnig klassískum bókum.


Uppáhalds-

sjónvarpsþættir: Wild Discovery and Saturday Night Live.

tónlist: Hann er með mjög stóran og víðtækan tónlistarsmekk, en er mest fyrir gamla tónlist.

geisladiskar: David Gray - ‘White Ladder’, Claude Challe - ‘Nirvana Lounge’.

lag: ”People are Strange“ með the Doors.

kvikmyndir: Something About Mary & Life is Beautiful.

íþróttir: körfubolti, ástralskur ruðningur og fótbolti.

staðir: New York, Ástralía, Ítalía og England.

leikkonur: Holly Hunter, Michelle Pfeiffer.



Og að lokum er hér skemmtileg tilvitnun:

”I love life. I love the whole breathing thing. I love breathing in, I love breathing out."

– Julian McMahon


Takk fyrir! ;p