Jacob Young er leikari og söngvari sem MJÖG fáir kannast við.
Hann leikur í Glæstum vonum (The bold and the beautiful). Þar leikur hann Rick Forrester. Hérna koma smá upplýsingar um hann:

Afmælisdagur: 10.september (heppinn að það sé ekki 11)
Fæðingarstaður: Renton, Washington.
Hárlitur: Ljós
Augnlitur: Skýjablár
Hæð: 5´10´´(veit einhver hvað þetta er mikið?)
Foreldrar: Michael Young, -Rhonda og Dan Wilson
Systkin: Michael Jr., Tiffany og Charity.

Diskurinn hans sem heitir einfaldlega bara “Jacob Young” kom út 11.september 2001.
Fyrsta lagið sem hann gaf út hét: Life is good.
Önnur lög á disknum hans heita: “Rock Me Steadily” hann segir að lagið sé um konur/stelpur af því að þær skipta miklu máli í lífi hans. “You Don't Have to Be Alone” er svo annað lag og 8 hour love story enn annað og svo fleiri.
Jacob hefur farið reglulega í leikhús síðan hann var í grunnskóla og sungið í 16 mismunandi kórum.
Áhugamálin hans eru að fara á brimbretti, hestbak og hanga með vinunum.
Fyrirmyndirnar hans eru forledrar hans af því að þau þurftu að þola hann öll þessi ár..segir hann.
Hann myndi helst vilja leika hlutverkin sem Leonardo DiCaprio hefur leikið ef hann mætti velja.

Honum langaði mikið að “meika það” í bransanum og eftir aðeins stuttan tíma fékk hann hlutverkið í Glæstum vonum, aðeins 17 ára.
Þótt að hann eyddi miklum tíma í að leika í þættinum hélt hann samt áfram að semja lög.
Umboðsmaðurinn hans reddaði honum síðan plötusamningi og hefur Jacob gefið út tvo-fjóra diska.
Jacob lék í Glæstum vonum frá árunum 1997-1999 og hann hefur líka leikið í General Hospital sem er væntanlega einhver sápuópera líka.

Persónulega hef ég aldrei heyrt neitt lag með honum, enda er hann örugglega bara frægur úti í USA. Ég las líka einhvers staðar að hann hefði verið að vinna sem módel, en ég sá það ekki á netinu.
Hann hefur allavega útlitið, kannski svolítið mikið chokko…

En jæja þá megið þið bara koma með ykkar álit :)
Later…;)