Christina Aguilera Hún Christina Maria Aguilera hefur verið mjög mikið í sviðsljósinu undanfarið. Hún gaf út plötu fyrir jólin (held ég) og voru lögin af disknum, Beautiful og Dirrty á vinsældarlistum í margar vikur og maður kveikti varla á útvarpinu án þess að heyra “Beautiful” spilað. Nú, Christina hefur líka verið mikið í sviðsljósinu fyrir klæðaburð sinn en hún er nú oftast FÁKLÆDD nema kannski þegar hún fer til mömmu sinnar og pabba. :O)

Christina Maria Aguilera fæddist 18. desember 1980 á Staten Island, NY, USA. Hún ólst í Wexford, Pennsylvania, USA þar sem hún gekk í skóla og allt svoleiðis. Hún var víst lögð í einelti í skóla en dæmi um það er þegar hún var búin að gefa út fyrstu plötuna og það var ball í skólanum sem hún var í. Allir voru víst að dansa þegar lag með henni var spilað og allir fóru af gólfinu nema hún sat eftir með sárt ennið. Það er kannski ekki nema von að greyið hafi verið að syngja: ,,I'm beautiful, not matter what they say". Pabbi hennar heitir Fausto Aguilera, mamma hennar Sherry Kearns. Stjúpfaðir hennar heitir James Kearns og hún á eina systur sem heitir Rachel, einn bróðir sem heitir Michael og eina stjúpsystur. Um daginn las ég það að hún hafi alist upp við ofbeldi frá föður sínum þó ég viti ekki hvort það sé rétt.

Nú hér eru upplýsingar um Christinu sem ég tók af Kasmír síðunni minni.

Fullt nafn: Cristina Maria Aguilera
Fæðingardagur: 18 desember 1980
Fæðingar staður: Staten Island, NY, USA
Heimabær: Wexford, Pennsylvania, USA
Hæð: 5’2”
Alvöru hárlitur: Ljós
Alvöru augnlitur: Blár
Uppáhalds litur: Bleikur og hvítur
Uppáhalds íþrótt: Hafnabolti
Uppáhalds matur: Steik og kartöflur
Uppáhalds söngvarar/konur: Madonna, Lauryn Hill, Bryan McKnight Kron, Fatboy Slim, Beck, Foxy Brown
Uppáhalds teiknimyndapersónur: Litla hafmeyjan og Múlan
Áhugamál: Versla, horfa á bíómyndir, tónlist, dansa og íþróttir
Fjölskyldan: Pabbi hennar heitir Fausto Aguilera og mamma hennar Shelly Kearns. Stjúpfaðir hennar heitir James Kearns og hún á eina systur sem heitir Rachel, einn bróðir sem heitir Michael og eina stjúpsystur.

Andrea