Brittany Murphy Brittany Murphy er ung leikkona sem hefur nú aldeilis slegið í gegn upp á síðkastið. Hérna eru smá upplýsingar um hana:

Þessi unga leikkona hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni kannski var það vegna þess að hún fæddist í Atlanta Georgia og ólst upp í New-Jersey og kynntist þar með mismunandi umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að hún hefur unnið að fjölda verkefna á tiltölulega stuttum tíma, en hún er bara 24 ára gömul.
Brittany kom fyrst fram á sviði í leikhúsi 9 ára gömul. Þegar hún var orðin 13 ára var hún komin með umboðsmann og farin að leika í sjónvarpsauglýsingum. Sama árið flutti hún til Burbank í Californiu og fékk þar sitt fyrsta hlutverk í sjónvarpsþættinum “Blossom”.
Þetta varð til þess að hún fékk aðalhlutverkið í þáttaröðinni “Drexell´s class”.
Fyrsta stóra tækifæri hennar í kvikmyndum var í myndinni “Clueless” (1995) sem var grínmynd og þar lék hún á móti Alicia Silverstone.
Hún hefur sýnt að hún getur bæði leikið alvarleg hlutverk og grín hlutverk hún hefur verið tilnefnd til “Young artist award” sem besta leikkona í þáttaröðinni “David and Lisa (1998).
Fyrir utan um 25 kvikmyndahlutverk frá 1995 hefur hún talað fyrir Luanne í teiknimyndaþáttaröðinni ”King of the Hill".
Hún á einnig kærasta sem er líka leikari, Ashton Kutcher. Slúðurfrétt er í gangi að þau hafi gifst 22.mars. (Hver veit?)
Hún er fædd 10.nóvember, 1977. Menntunin sem hún hefur hlotið er úr: John Burroughs High School Herbert Hoover Middle School in Edison, NJ.


Nokkrar nýlegar myndir sem hún hefur leikið í:
Just married (2003) sem Sarah. (Leikur á móti kærastanum sínum)
8 mile (2002) sem Alex.
Spun (2002) sem Nikki.
Riding in cars with boys (2001) sem Faye.
Don´t say a word (2001) sem Elisabeth.
Summer catch (2001) sem Dede.
Sidewalks of New York (2001) sem Ashley.
Cherry falls (2000)
Common ground (2000)
Trixie (2000)
Girl interrupted (1999)
Falling sky (1998)
Og margar fleiri :)
Að mínu mati er þetta mjög hæfileikarík og falleg leikkona sem á bjarta framtíð fyrir sér í kvikmyndabransanum.
Later…;)