Evan Rachel Wood Evan Rachel Wood

Evan Rachel Wood er ung leikkona og ég tók eftir henni um daginn í myndinni Digging To China. Reyndar var hún miklu yngri þegar hún lék í henni en engu að síður stóð hún sig vel. Ég ætla aðeins að segja frá skvísunni ;)

Fæðingardagur: 7. september 1987.

Aldur: 15 ára.

Fæðingarstaður: Raleigh, N-Karólína.

Foreldrar: Sara Lynn Moore og Ira David Wood III, þau eiga leikhús í Raleigh.

Systkini: Tvær bræður, Dana (24) og Ira David (17).

Áhugamál: Dans, Tae Kwon Do (er með svarta beltið), söngur, að synda, vera á línuskautum, hestamennska.

Sagan:

Þegar Evan Rachel var sjö ára þá fór hún í prufu fyrir Claudiu í ‘Interview With The Vampire’ árið 1994 en missti það til Kirsten Dunst. Eftir það flutti hún með mömmu sinni og bróður til Los Angeles. Hún hélt áfram og hefur sést í þáttum eins og ‘American Gothic’ og ‘Touched By An Angel.’ Aðalnúmerin hennar á yngri árunum voru ‘Practical Magic’ og ‘Digging To China.’ Svo fékk hún líka hlutverk í þættinum ‘Once And Again.’

Núna er hún komin á unglingsárin og fær mikið af hlutverkum í unglinamyndum. Núna nýjasta myndin hennar sem kemur út á þessu ári heitir ‘Thirteen.’ En svo er hún nú að vinna að mynd sem kemur út árið 2004 en hún heitir ‘The Missing.’

Myndirnar:

1. The Missing (’04)
2. Thirteen (’03)
3. S1m0ne (’02)
4. Little Secrets (’01)
5. Detour (’98)
6. Practical Magic (’98)
7. Digging To China (’98)

Ekki stór listi en mun í framtíðinni stækka. Enda er stelpan bara 15 ára og tel ég þetta bara vera nokkuð gott ;)