Steve Zahn - besti grínleikari ever (að mínu mati) Steve Zahn

Hér eru pínu upplýsingar um Steve Zahn, besta grínleikara ever :)

Fæddur : 13. Nóvember árið 1968
Fæðingarstaður : Marshall, Minnesota, USA

Í gaggó var hann alltaf “class clown” eða trúður bekkjarins ef það er þýtt beint yfir á íslensku :)

Hann giftist leikkonunni Robyn Peterman árið 1994 og eiga
Þau einn son saman, Henry James sem fæddist í New York árið 2000.

Árið 1991 útskrifaðist hann úr Institute of Advanced Theatre Training og fór þá af stað í leit af kvikmyndahlutverkum. Einnig lærði hann í American Repertory Theater.

Fyrsta framkoma hans á sviði var í leikritinu Bye Bye Birdie. Þar tók hann þátt í 13 mánaða prógrammi.

Í þessu prógrammi kynntist hann einmitt núverandi eiginkonu sinni Robyn Peterman, en hún var dansari í söngleiknum.

Fyrir þá sem ekki þekkja Steve Zahn þá leikur hann aðallega í grínmyndum og þá yfirleitt leikur hann karaktera sem eru algerir hálfvitar (á góðan hátt).
Hann er þekktastur úr myndunum Suburbia, That thing you do!, Sving Silverman (þekkt sem Evil Woman á íslandi) og Joy ride.


Steve Zahn kom einnig fram í Friends, nánar tiltekið 2. seríu, þar sem hann lék eiginmann Pheobe.


Myndir sem hann hefur leikið í eru þessar :


1. Daddy Day Care (2003)
2. National Security (2003)
3. Stuart Little 2 (2002)
4. Chelsea Walls (2002)
5. Joy Ride (2001)
6. Riding In Cars With Boys (2001)
7. Dr. Dolittle 2 (2001)
8. Saving Silverman (2001)
9. Chain Of Fools (2000)
10. Nurse Betty (2000)
11. Mission: Impossible 2 (2000)
12. Blowin\' Smoke (2000)
13. Happy, Texas (1999)
14. Forces Of Nature (1999)
15. Stuart Little (1999)
16. Out Of Sight (1998)
17. The Object Of My Affection (1998)
18. Safe Men (1998)
19. You\'ve Got Mail (1998)
20. Subway Stories (1997)
21. Race The Sun (1996)
22. SubUrbia (1996)
23. That Thing You Do! (1996)
24. Crimson Tide (1995)
25. Reality Bites (1994)
26. Rain Without Thunder (1992)

Þessi leikari hefur alltaf verið í rosalegu uppáhaldi hjá mér, lang fyndnasti leikari sem ég hef nokkuð tímann vitað um.

En hvað finnst ykkur?
Endilega bætið einhverju við eða leiðréttið mig ef eitthvað vantar eða er ekki rétt.