Ashley Judd Ashley Judd er ein af uppáhalds leikkonunum mínum en ég er ekkert viss um að allir þekki hana. Hér er smá fróðleikur!

Fullt nafn: Ashley Tyler Ciminella
Fæðingardagur: 19. apríl, 1968
Fæðingarstaður: Los Angeles, Californía
Faðir: Michael Ciminella, markaðsfræðingur.
Móðir: Naomi Judd, söngkona. (Rétt nafn Diana Judd)
Systkini: Wynonna Judd, söngkona – hálfsystur. (Rétt nafn Christina Claire Judd) Fæddist 30. maí 1964. Giftist Arch Kelley III árið 1996 og sótti um skilnað árið 1998.

Ashley er gift Dario Franchitti, kappakstursmanni. Hann er fæddur 1973. Þau trúlofuðu sig 1999.

Fyrri kærastar eru:
Brady Anderson, íþróttamaður.
Michael Bolton, söngvari. Samband þeirra var svona eru þau eða eru þau ekki?
Matthew McConaughey, leikari.
Lyle Lovett, söngvari og leikari.


Tilvera Ashley er hreint og beint ‘slys’. (Þið vitið hvað ég meina)
Foreldrar hennar skyldu árið 1972. Þá tók hún upp Judd nafnið.

Ashley ólst upp í Kentucky. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá fjölskyldunni og þau lifðu í fátækt. Hún var í 12 skólum á 13 árum. Mamma hennar og systir reyndu fyrir sér sem söngkonur og stofnuðu hljómsveitina The Judds. Mamma hennar hætti svo í henni vegna veikinda. Þess má geta að Naomi og Wynonna eru svo taldar svo líkar að fólk getur stundum ekki vitað hvor er hvað…

Þegar peningar fengust fór Ashley í skóla og útskrifaðist. Þaðan fór hún beint til Hollywood. Þótt hún væri tiltölulega ný á sviðinu var hún ekki lengi að vekja athygli á sér enda sérstaklega falleg. Hún þurfti þó að hafna fullt af tilboðum vegna nektaratriða og það var ekki fyrr en árið 1997 að hún komst yfir þá hræðslu, að afklæðast fyrir framan kameruna. Fyrir vikið fékk hún fullt af spennandi hlutverkum.

Hér er listi yfir kvikmyndir og þætti sem hún hefur leikið í, aðalhlutverk og aukahlutverk:

Blackout 2003
Frida 2002
Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood 2002
High Crimes 2002
Somone Like You (öðru nafni Animal Attraction) 2001
Where the Heart is 2000
Eye of the Beholder 2000
The Ryan Interwiev (TV) 2000
Double Jeopardy 1999
Martin Our Friend 1999
Simon Birch 1998
Kiss the Girl 1997
The Locusts 1997
Norma Jean & Marilyn (TV) 1996
Normal Life 1996
A Time to Kill 1996
Heat 1995
Smoke 1995
The Passion of Darkly Noon 1995
Natural Born Killers 1994
Ruby in Paradise 1993
Kuffs 1992
Till Death Us Do Part (TV) 1992

Í uppáhaldi hjá henni er Heat en hlutverk hennar sem Jane í Someone like you, telur hún vera það besta hingað til. Á næstunni mun hún leika í Catwoman.