Hjartaknúsarinn Leonardo Dicaprio er fæddur í þeim bæ, sem hann varð seinna heimsfrægur í, Hollywood. Hannn fæddist 11.nóvember 1974, sonur þýsks innflytjanda (mamma hans) og höfunudar teiknimyndasagna. Þau skildu fljótlega eftir fæðingu hans. Báðir foreldrar tóku þátt í uppeldi hans og hvöttu hann til leiklista. Hann fékk sér umboðsmann þegar hann var 15 ára og fékk hlutverk drykkjusjúks tánings í sápuóperunni Santa Barbara og hann fékk hlutverk í fleiri sjónvarpsþáttum á unglingsárunum. Hann vakti mikla athygli í þessum sjónvarpsþáttum sem varð til þess að hann fékk sitt fyrsta hlutverk í bíómyndinni, This boy´s life. Hann var valinn úr hópi 400 umsækjenda fyrir hlutverkið. Þetta reyndist vera það hlutverk sem vakti verulega athygli annara kvkikmyndaframleiðenda. Hann hlaut mikið hrós fyrir hlutverkið og ekki síður fyrir hlutverk í myndinni What´s eating Gilbert Grapes þar sem hann lék þroskaheftan ungling. Svo kom hver myndin á eftir annari, m.a.:

Romeo and Juliet, á móti Clare Danes.
Marvin´s room (1996).
Titanic, á móti Kate Winslet (sögusagnir um að hann hafi bara tekið að sér hlutverkið til að geta kysst Kate Winslet).
Celebrity (1998).
The man in the iron mask (1998).
The beach.
Don´s plum (2001)
Gangs of New York (2002)
Nú hefur hann nýlokið að leika í mynd, hins heimsfærga leikstjóra Steven Spielberg, Catch me if you can(2002) með Tom Hanks sem mótleikara.
Leonardo er aðeins 28 ára og var trúlofaður fyrirsætunni Giesle Bundchen, en samband þeirra slitnaði.
Að mínu mati er hann góður leikari og langsætastur þegar hann lék í Titanic.
Ef þið viljið skrifa honum:

Leonardo DiCaprio
c/o Cindy/Guagent
Baker/Winkur/Ryder
405 South Beverly Drive,
5th floor
Beverly Hills, CA 90212
USA.
Later…;)