Reese Witherspoon Eflaust kannast margir ef ekki allir við leikkonuna Reese Witherspoon, en hún er gift leikaranum Ryan Phillippe.
Ég hef fylgst svolítið með henni í gegnum árin, og mér líst mjög vel á hana, hún leikur mjög vel og örugglega eftir að verða mjög eftirsótt bráðlega. Hún lék í hittiðfyrra í stórsmellnum ‘Legally Blond’, og sló hún rækilega í gegn, og á nú að gera
Legally Blonde 2. Þar sannaði hún svo sannarlega, að hún gæti leikið.
Reese Witherspoon er endirinn á alvöru nafninu hennar, en hún heitir í raun Laura Jean Reese Witherspoon! Hún er fædd 22. mars 1976 í Nashville, og er hún því hrúturinn í stjörnumerkinu.
Eins og ég sagði er hún gift leikaranum Ryan Phillippe, en þau giftu sig 5. júní 1999. Og eiga þau saman dótturina Ava Elizabeth Phillippe, fædd 9. september, 1999.
Pabbi Reese er háls, nef og eyrnalæknir og mamma hennar er hjúkrunarfræðingur. Svo á Reese einn eldri bróður.


Hér koma nokkrar staðreyndir um hana:

Hún er grænmetisæta (hvað er þetta með leikkonur og að vera grænmetisæta!).

Tímaritið People Magazine's var að velja ‘25 athyglisverðasta fólk heims’ og var hún ein af þeim:)

Þegar hún var 11 ára vann hún hæfileikakeppni.

Hafnaði aðalhlutverkum í bæði Scream (1996), Urban Legend (1998) og I Know What You Did Last Summer (1997). Greinilega ekki mikið fyrir að leika í hryllingsmyndum.


Þetta hefur hún sagt í ýmsum viðtölum:

“Ég var alger lúði í skóla. ég var bókaormur. Foreldrar mínir ætluðust til þess að ég yrði læknir.”

“Á netinu, stendur að ég sé gift. Eitthver rugludallur ákvað að segja öllum heiminum að ég væri gift honum. Ég hef aldrei verið gift.” Þetta sagði hún í febrúar 1998, áður en hún giftist Ryan.

Datt í hug að þið vilduð lesa eftirfarandi, en gat ekki hugsað mér að þýða þetta:



[talking about how she choose the films she will be in]: “I have a weird process, but the main thing is like this: I hear her voice in my head. There are a lot of wonderful scripts my agents can't believe I pass on, but I do because I can't hear the voice. It doesn't appeal to me then. I'm really careful. Unless I hear the voice, I can't do it.”

(on the break-up scene she had to do with Ryan Phillippe in Cruel Intentions (1999)): “I literally beat him up when we had to do the breakup scene.We'd gotten so tired and we'd done the scene so many times. He was off camera giving me my lines and he started to ad lib - which is a bad thing when you're doing this kind of scene, and talking like, ‘I never loved you! You’re not attractive!' Terrible things. I got upset. I just hauled off and socked him in the face. And everybody in the crew was like ‘Gasp! Can you believe she did that?’ And I'm screaming my lines and I just yelled ‘Get out!’ And then he ran off and threw up in a stairwell. And I'm, like, sobbing, saying, ‘I can’t believe he said those things to me!'And the director came in and said ‘Oh God, I can’t believe it, that was so great! Can you do it again?'”