Hvað er frægð? Frægð er eitthvað það albesta sem gæti komið fyrir mann. Alla dreymir um að verða frægir. Eiga fullt af pening, fullt af bílum, fullt af aðdáendum og fleira og fleira.

En að vera frægur er ekki svo fullkomið. Brjálaðir aðdáendur elta þig og sofa fyrir utan bygginguna þína. Þú færð aldrei frið, sama hvað þú gerir það kemst í slúðurblöðin, lygasögur gerðar um mann o.fl.

Samt er enginn tilgangur að lifa án þess að vera frægur.
Einhver moldríkur hjartaþræðingalæknir fer í leikhús fjórum sinnum í mánuði og borða á rándýrum veitingarhúsum átta sinnum á mánuði. Hann fer til útlanda annan hvern mánuð og lifir frábæru lífi. Hverjum er ekki sama? Þetta er hjartaþræðingalæknir!

Ef þessi læknir héti Tom Cruise og væri sá leikari sem hann er í dag líka þá væri engum sama. Tom Cruise hjartaþræðingalæknir og leikari. Þetta er stórmagnað. Bara af því að hann er frægur.

Það er þess vegna sem ég ætla að verða leikari. Já, og ég ætla að verða leikari.

Ed Harrys (Truman’s show, The rock) lifir frábæru lífi.
Hann er ríkur, frægur, leikur enn í bíómyndum en er ekki mikið í sviðsljósinu. Samt veit fólk hver maðurinn er. Það er tilgangur lífsins, að fólk þekki mann.

Þeir sem lifa vægast sagt ömurlegu einkalífi: Britney Spears, Tom Cruise, Jennifer Lopez og öll þessi nöfn sem maður les alla daga í öllum blöðum landsins.

Með þessari grein er ég einfaldlega að segja að tilgangur lífsins er að fólk viti hver maður er en samt á maður ekki að vera ofsóttur.