Penélope Cruz Eflaust kannast flestir við spænsku fegurðardísina Penélope Cruz.
En hún er með leikaranum Tom Cruise.
Penélope, er víst að gera það gott í leiklistinni í dag. Reyndar tók ég ekkert sérstaklega eftir henni fyrr en hún lék í Vanilla Sky, og hóf þá samband sitt við Tom. En eins og flestir vita var hann áður með Nicole Kidman, sem er mín uppáhaldsleikkona, en þegar þau hættu saman og hann byrjaði með Penélope, fór ég aðeins að fylgjast með henni líka. Og mér finnst hún bara leika nokkuð vel:)

Hér eru upplýsingar um hana…

Eins og ég sagði er hún leikkona.

Alvöru nafn: Penélope Cruz (reyndar hef ég líka séð þetta skrifað Penelope)

Fædd: 28. Apríl (s.s. naut í stjörnumerkinu), 1974, í Madrid á Spáni.

Fjölskylda: Pabbi hennar heitir Eduardo (célvirki). Mamma hennar heitir Encarna (hárgreiðslukona). Svo á hún eina systur Mónicu,(flamingó dansari) og einn bróðir, Eduardo (atvinnumaður í fótbolta)

Menntun: þjóðlegum listarskóla sem er í Madrid, en í þeim upplýsingum sem ég hef segir að hún hafi lært ballet sem aðalfag, en það hlýtur þá að vera áður en hún sneri sér að leiklistinni, eða þá að ég hafi bara skilið þetta vitlaust. Allavegana hefur hún eitthverntíma, eitthversstaðar lært leiklist, það kemur bara ekki fram…


Þetta hefur hún sagt í ýmsum viðtölum…

“Einu sinni, var ég að leita af upplýsingum um mig, á netinu, og mér brá mjög við svoldið sem ég sá. Ég sá ‘Penelope Cruz nakta’ og ég hugsaði, hvað er þetta?”


“Ég held að það séu forrétindi að fá að vinna í bransanum. Það eru ekki allir sem geta gert það sem þeir vilja, og borðað í leiðnni. Ég er mjög heppin. Og það er alltaf að verða skemmtilegra og skemmtilegra.”


“Ég hef gaman af að leika í hlutverkum sem fól þekkir mig ekki í.”


“Mottóið mitt er að vera glöð.”


“Það erfiðasta við að byrja feril er að vita að þú er ráðin í hlutverk bara út á útlitið, það er erfitt að verða leikari sem tekin er alverlega. Enginn tekur þig alvarlega, þegar þú ert orðin þekkt útá útlitið.”