Maurice Gibb látinn ! Maurice Gibb, einn af Gibb-bræðrunum í Bee Gees, lést í morgun á sjúkrahúsi á Miami Beach, 53 ára að aldri. Gibb fékk hjartaáfall á föstuda þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stíflu í meltingarvegi. Maurice lék á bassa og söng í hljómsveitinni ásamt Robin tvíburabróður sínum og Barry, eldri bróðir þeirra.
Gibb-bræðurnir eru fæddir í Ástralíu en bjuggu um tíma í Bretlandi. Þeir fluttu til Flórída á áttunda áratugnum og hafa búið þar síðan. Yngsti bróðir þeirra, Andy Gibb, sem einnig var þekktur tónlistarmaður, lést árið 1988 af völdum hjartasjúkdóms.

Bee Gees urðu fyrst kunnir á sjöunda áratug síðustu aldar en urðu heimsfrægir þegar þeir sömdu og fluttu tónlistina í myndunum Saturday Night Fever og Staying Alive á diskótímabilinu á áttunda áratugnum. Samtals hefur hljómsveitin unnið til 7 Grammy-verðlauna. Síðasta plata hennar, This Is Where I Came In, kom út árið 2001.

Tekið af mbl.is ! RIP Maurice gibb :/
“It was wonderful to find America, but it would have been more wonderful to miss it.” Mark Twain.