Nafn: John Francis Bongiovi jr.
Fæddur: 2. mars 1962, Perth Amboy, New Jersey, klukkan 8:45.
Ólst upp: Sayreville, New Jersey.
Eiginkona: Dorothea Rose Hurley Bongiovi, fædd 29. september 1962. Þau kynntust í skóla og hafa verið saman síðan þau voru 18 ára. Þau létu pússa sig saman í Graceland Chapel, Las Vegas, 29. apríl 1989.
Börn: Stephanie Rose Bongiovi fædd 31. maí 1993, Jesse James Louis Bongiovi fæddur 19. febrúar 1995 og Jacob Hurley Bongiovi fæddur 7. maí 2002.

Jon er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Bon Jovi sem slógu svo eftirminnilega í gegn í 80's. Þeir eru ennþá að og eru nýkomnir með nýja plötu út, Bounce. Það var árið 1984 sem John Bongiovi gaf út lagið sitt Runaway og þá var honum sagt að stofna hljómsveit. Hann fékk til sín besta vin sinn David Rashbaum Bryan (David Bryan), fæddur 7. febrúar 1962, hljómborðsleikara. Hann kom með fleiri og að lokum var hljómsveit til. Richard Stephen Sambora (Richie Sambora) spilar á gítar og er einn af bestu gítarleikurum í heimi, Hector Samuel Juan Tico Torres (Tico Torres) spilar á trommur og Alec John Such, spilaði á bassa en hann hætti í hljómsveitinni 1993, rétt áður en þeir gáfu út stærsta smellinn sinn, Always. Í hans stað kom Hugh McDonald, góðvinur hljómsveitarinnar frá gamalli tíð. Jon er talin einn af fallegustu og kynþokkafyllstu mönnum veraldar af mörgum tímaritum og er ótrúlegt að hann komist ennþá í þessar geðveikt sexy þröngu leðubuxur og lítur bara vel út í þeim! :)
Diskar Bon Jovi:
Bon Jovi, 1984
7800 Fahrenheit, 1985
Slippery When Wet, 1986
New Jersey, 1988
Keep the faith, 1992
Cross Road, safnplata, 1994
These days, 1995
Crush, 2000
One wild night, live plata, 2001
Bounce, 2002

Gæti skrifað miklu meira :)