Hér fyrir neðan eru nokkur atriði úr stjörnuheiminum…

Eftirfarandi efnisgrein er kannski smá spoiler fyrir Friends aðdáendur:

1. Leikarinn Jeff Goldblum hefur ákveðið að fylgja í fótspor Juliu Roberts, Sean Penn, Brad Pitt, Reese Witherspoon og fleirri frægra leikara um að leika gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Friends. Goldblum leikur kvikmyndastjörnu sem er aðalhlutverkið í bíómynd sem Joey (Matt LeBlanc) er að vonast að fá hlutverk í.
Þátturinn verður frumsýndur í Bandaríkjunum í febrúar, en að öllum líkindum aðeins seinna hér á Íslandi.



2. Fótboltafélagið Port Vale FC (sem ég held að sé enskt) bað Robbie Williams, um hjálp. En hann mun vera uppáhaldsstuðningsmaður liðsins. Félagið er nefnilega í miklum fjárhagslegum vandræðum og spurði stjórnarformaður Port Vale, Robbie, um það hvort hann vildi gefa liðinu £2 milljón króna. Ekki hefur heyrst frá Robbie, en hann sér nú varla eftir þessum “litlu” peningum þar sem hann er nýbúinn að gera risasamning við EMI. Nú er bara að sjá hvort
hr. Williams mun vera gjafmildur og gefa þessu liði £2 milljón króna.



3. Leik- og söngkonan heimsfræga Jennifer Lopez er mjög vinsæl í Bandaríkjunum um þessa dagana. Nýja platan hennar (man reyndar ekki hvað hún heitir) hefur selst mjög vel og nýja myndin hennar, Maid in Manhattan, fór beint á toppinn í Bandaríkunum.



4. Leik- og söngkonan Nicole Kidman hefur viðurkennt að hún elski fyrrum eiginmann sinn Tom Cruise enn. Kidman sagði í viðtali við 60 Mínútur sem var sýnt hér á landi fyrir svona 2 vikum, að hún hafi verið með Cruise í heilan áratug og að hún elski hann enn jafn mikið. Hún segist samt alveg vilja hitta fólk og reyna kynnast einhverjum öðrum, en í auknablikinu er hún enn ástfangin af Tom Cruise.
Nicole Kidman og Tom Cruise skildu á seinasta eða þarseinasta ári og eiga þau tvö ættleidd börn saman, Isabellu 9 ára, og Conor 7 ára.