Shakira
Það kannast eflaust flestir við söngkonuna frægu Shakiru.

En Shakira, sem þýðir hin þokkafulla, hefur oft verið kölluð undrabarnið þar sem hún samdi sín fyrstu lög aðeins átta ára gömul.
Hún er ljóshærð ung stelpa frá Kólumbíu, og talar hún þrjú mismunandi tungumál, þ.á.m. spænsku en ég veit ekki hver hin tvö eru.
Hún er með fullkomnunaráráttu, og verður hún líka að vera nálægt náttúrunni en hefur ekki mikinn tíma til að gera það sem hún vill þar sem hún er mikið að syngja og taka upp í stúdíóinu, og svo þarf hún auðvitað að halda sér í góðu formi.

Hún elskar rafmagnsgítara eins og heyra má í lögunum hennar þar sem mikið er um þannig hljóðfæri.

Og sagði einu sinni samlandi hennar Gabriel Garcia Marquez, sem ég held að hafi verið sá sem uppgvötaði hana, þetta um hana: “Músíkin hennar Shakiru er sérstök á þann hátt að enginn annar tónlistarmaður er með sama stíl, og enginn annar gæti líka sungið eða dansað eins og hún, sama á hvaða aldri hann væri”.

Shakira skaust með miklum hraða upp á stjörnuhimininn, fyrir nokkrum árum.
En aðeins 13 ára, skrifaði hún undir fyrsta plötu samninginn sinn við Sony Music Colombia og kom þá með sína fyrstu plötu sem heitir Magia. (Magic, eða töfrar).
Eftir að hún útskrifaðist úr miðskóla (sem er eiginlega gagnfræðiskóli á Íslandi), ákvað hún að helga lífi sínu algjörlega tónlistinni.

En þetta sagði hún eitt sinn í viðtali:
”Heimurinn er orðinn svo lítill og tónlistin svo “rafmögnuð”, og smekkur okkar svo víðsýnn að það er fyrirsjáanlegt að öll þessi tónlist vappar frá einni menningu til annarar og sum dettur út. En ég veit að þrátt fyrir þetta mun rokk og ról (rokk and roll) aldrei deyja út.“

”En ég er fædd og uppalin í Kólumbíu og þá hlustaði ég mikið á hljómsveitir eins og Led Zeppelin, the Cure, the Police, the Beatles og Nirvana,“ sagði Shakira.
”Ég dýrkaði þessi rokk tilbrigði en á sama tíma vegna þess að pabbi minn er af l00% Líbönskum ættum, var ég líka hrifin af Arabískum lögum. Eitthvernveginn er ég með alla þessa tónlistarsmekka samblandaða, sem ég gett svo reynt að bræða sama í eitt lag."

En svo hefur hún einnig verið Pepsi-stelpan, og svo veit ég að nú hefur tölvufyrirtæki fengið hana til að leika í sínum auglýsingum, en það er löngu sannað að það hefur áhrif á vöruna þegar stjörnurnar eru fengnar í auglýsingarnar.
Svo hef ég einnig heyrt mikið um það að hún sé mikil magadansmær, og hafi æft það þegar hún var ung. Og svo heyrði ég eitthversstaðar að á eitthverjum tónleikum hafi hún svo dansað þennan tiltekna magadans og allt hefði tryllst og síðan hefði hún oft sýnt á sér bylgjóttann magann á tónleikum.

m.a. tekið af www.shakira.com