Halle Berry Halle Maria Berry fæddist þann 14. ágúst 1966 og ólst upp í Cleveland, Ohio í Bandaríkjunum með móður sinni, Judy og eldri systur, Heidi. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ung. Þó systurnar tvær áttu erfiða æsku og ólust upp í fátækt báru þær alltaf höfuðið hátt og voru duglegar í skóla og í ýmsum störfum tengt skóla. Halle var í skóla sem kallast Bedford High og þar var hún klappstýra, bekkjarforseti og stjórnaði tískudálki í skólablaðinu.

1.70 á hæð og mjög falleg var Halle send í margar fegurðarsamkeppnir þar sem hún var t.d. valin „Miss Teen All-American Beauty“ en hún tók þátt í keppnum eins og „Miss USA“ og „Miss World.“

Og frá fegurðarsamkeppnum í kvikmyndir. Það má segja að fegurðin hennar hafi leitt hana í kvikmyndir. Eftir að hafa unnið og tekið þátt í fegurðarsamkeppnum hafði hún fengið athygli. Árið 1979 lék Halle í sinni fyrstu kvikmynd. Hún hét „Knots Landing.“ En var hún eitthvað upptekin við annað eftir það og lék ekki í annarri mynd fyrr en tíu árum seinna og það var í myndinni „Living Dolls.“ Þá fór kvikmyndaferillinn að rúlla og eftir það hefur hún leikið í 27 myndum en alls 29 kvikmyndum um ævina. Eins og flestir vita fékk hún Óskarinn fyrir leikkonu í aðalhlutverki árið 2002 fyrir myndina „Monster’s Ball.“ En má geta þess að hún er fyrsta þeldökka konan sem fær Óskarinn fyrir leikkonu í aðalhlutverki. Enda sást það þegar henni var afhent Óskarinn hve glöð hún var og hve mikið hún grét.

En ef má nefna einhverjar af þessum 29 myndum sem ég kannast við og finnst góðar, þá er það t.d. „The Flinstones“ árið 1994, „Bulworth“ árið 1998, „X-Men“ árið 2000 og „Swordfish“ árið 2001. „Monster’s Ball“ árið 2002 og „Die Another Day“ árið 2002.

Halle Berry hefur svo sannarlega komist á frægðartoppinn og leikur nú greinilega aðeins í stórmyndum. Hún er orðin goðsögn sem t.d. margar þeldökkar konur líta upp til og í framtíðinni. Auðvitað líta líka margar hvítar konur upp til hennar. Hún náði með styrk sjálf síns og móður sinnar þessum toppi og á hún hann sannarlega skilið.

Ef að nefna á einhverjar staðreyndir eða uppáhalds- hjá Halle Berry…

Staðreyndir:
Stjörnumerki: Ljón.
Nafnið: Hún er nefnd eftir verslun bróður hennar.
Augnalitur: Brúnn.
Mestu áhrifin: Fékk þau frá móður sinni, Judith Berry.
Áhugamál: Línuskauta, hreyfa sig, safna styttum, horfa á kvikmyndir og versla.
Fyrirmyndir: Oprah Winfrey, Maya Angelou, Jodie Foster, Mixine Waters og Yvonne Sims (fimmtabekkjarkennari hennar.)

Uppáhalds-
leikarar: Dorothy Dandridge, Jodie Foster og Whoopi Goldberg.
hönnuðir: Pucci og Valentino.
hátíð: Jólin.
staður: París, Frakklandi.
matur: Grillaður túnfiskur.

Kveðja,
rakel87

Upplýsingar fengnar á offical síðu Halle Berry www.hallewood.com og annarri síðu www.spacesurfer.com/wceleb/list/Halle_Berry_0.