Ozzy Osbourne Mig langaði að skrifa grein um þennann snilling hann er svo mikil snilld bæði tónlistarlega og hversu mikil húmoristi hann er:


Æskan:

Hann fæddist 3, Desember 1957 í Birmingham í Englandi og hann heitir réttu nafni John Michael Osbourne. Hann var yngstur af sjö systkynum og fjölskyldan hans var mjög fátæk. Hann var mjög lélegur í skóla og átti við lærdómserfiðleika að stríða og í ellefta bekk hætti hann. Hann fró frá vinnu í vinnu, og lenti svo eitt sinn í fangelsi fyrir innbrot. Hann hafði eftir þetta hugsað sér að reyna að komast hjá því að verða glæpamaður. Þegar hann heyrði í bítlunum fyrst hafði hann hugsað sér að þetta væri leið fyrir hann að losna úr þessari vitleysu. Hann hafði alltaf verið góður söngvari. Hann gat ekki byrjað því fjölskyldan hans var svo fátæk. En þó fékk hann græur einn daginn og byrjaði að æfi sig að krafti.


Black Sabbath Árin:

[Ég fann ekki allveg heimildir um hvernig hann kynntist Black sabbath genginu en þetta var einhvernveginn svona]:

Hann byrjaði tónlistarferilinn sinn með Hljómsveit sem kallaði sig “Black Sabbath”, samt sem áður hét hún fyrst “Earth” í henni voru Ozzy sjálfur, Anthony “Tony” Iommi, Terrence “Geezer” Butler og William Ward. Þeir spiluðu “a crappy type of rhythm and blues bullshit” týpu af tónlist. sem var svona stíllinn á þeim tíma. Eftir u.þ.b. ár ákváðu þeir að þeir þurftu að ekki aðeins breyta nafni heldur líka tónlistar stefnu og þeir ætluðu að “meika það” í tónlistarbransanum. Á þessum tíma spiluðu þeir í kvikmyndahúsi þar sem bara voru sýndar hryllingsmyndir. Svo var sagt að trommarinn, Bill Ward, sagði “Fólk borgar fyrir að sjá ”scary“ myndir afhverju ekki að borga fyrir að hlusta á ”scary“ tónlist. Svo var líka sagt að nafnið hefði komið þannig að þegar þeir voru að bíða eftir að fara á æfingu sáu þeir skilti með mynd sem hét ”Black Sabbath“ og ákváðu að nota það. Þeir skýrðu líka fyrsta lagið sitt black sabbath (því hingaðtil höfðu þeir bara spilað coverlög). Næstu níu ár gerðu ”Black Sabbath“ margar plötur sem voru mjög góðar. t.d. Black Sabbath, Paranoid, Master of Reality, We Sold Our Soul for Rock n' Roll, Technical Estacy, and Never Say Die. Þessar plötur gerðu það að verkum að ”Black sabbath“ meikuðu það. og þetta varð líka til þess að bandið eiðilagðist. þá voru þeir allir fjórir bara inni í herbergjunum sínum allann daginn að dópa og drekka. Þeir höfðu flotta bíla og velgengni að fagna og gátu kannski sent út aðra plötu. Ozzy sjálfur hafði sagt að hann vildi bara gefa út plötu till þess að fá pening og verða feitur af bjór. Ozzy hætti að mæta á æfingar og var að lokum sparkað úr bandinu árið 1978.


Sóló Ferillinn:

Eftir að vera rekinn úr ”Black Sabbath“ eyddi hann þremur mánuðum á hótelherbergi. Hann pantaði pizzu drakk bjór og notaði kókain. Hann hélt að lífi hans væri lokið. Það var þá sem vinur að nafni Sharon Arden, Dóttir gamla upptöku stjórans hans kom inn í líf Ozzy's. Hún kom til að sækja pening sem einhver hafði látið Ozzy geyma, en náttúrulega hafði hann eytt öllum peningnum í dóp og bjór. Það var þá sem Sharon var að reyna að fara frá föður sínum og byrja með sitt eigið fyrirtæki, og hún sá ozzy sem tilvalið tækifæri.
Ozzy hætti í dópinu og þau fóru saman til L.A. til að halda prufur fyrir nýjan gítarleikara. Það var þá sem Ozzy fann hinn frábæra gítarleikara Randy Rhodes. Randy og Ozzy urðu strax frábærir vinir. Ozzy var kominn með sóló feril. Hann sendi út sína fyrstu plötu ”Blizzard of Oz“ með góðri velgengni. Eftir það fóru þeir í tónleikaferðalag. Næsta tónleikaferðalag fyrir ”Diary of a Madman“, Varð Ozzy enn frægari hann byrjaði að kasta hráu kjöti í áhorfendur og áhorfendur byrjuðu að kasta gúmmídýrum á móti. Einn gaur hafði hent leðurblöku uppá svið og Ozzy tók hana og beit af henni hausinn, Því hann hélt þetta væri gúmmíleðurblaka. Margir gagnrýnendur urðu á móti Ozzy eftir þetta en hann fékk bara fleiri aðdáendur.
Eftir aðeins tvær plötur varð þvílíkur harmleikur. Randy var í flugvél með Rachel Youngblood, sem var saumakonan hans Ozzy's ásamt fleirum og flugvélin hrapaði. Vegna þess að Flugstjórinn var í dópi. Árið 1982 giftist ozzy kærustunni sinni/vinkonu til langs tíma, Sharon. Ozzy og Sharon vildu komast frá Upptökufyrirtæki pabba Sharons og varð þá ozzy að gefa út eina plötu til viðbótar til þess að standa við samninginn sinn hann sendi út ”live“ plötu sem bar nafnið ”Speak of the Devil“. eftir þessa plötu gat hann hætt samningnum en var að kaupa sig út með $1.5 milljónum dala. Um árið 1987-1990 lenti Ozzy í vandamálum útaf lagi sem hét ”Suicide Solution“ sem greinilega hafði rangann titil því margir aðdáendur sviptu sig lífi. En Ozzy hafði skrifað lagið um náinn vin og Bonn Scott, sem var söngvarinn í AC/DC, hann drakk mikið og ældi og kafnaði í æluni. Eftir að aðdáendurnir sviptu sig lífi fékk Ozzy margar kærur á sig en allar voru felldar niður áður enn þær fóru fyrir dómara.
Svo var það eitt sinn árið 1991 að Ozzy drakk mjög mikið og fékk geðvikiskast og reyndi að drepa Sharon. Hann vaknaði upp í fangelsi og mundi ekkeert hvað hafði gerst. Sharon hafði þá íhugað að slíta sambandinu, en gerði það ekki því Ozzy hafði lofað að fá hjálp. Hann fékk hjálp fór í meðferð og svoleiðis og hætti að dópa. og hefur ekki dópað síðan.


Nútíminn:

Núna er Ozzy bara að spila á Ozzfest og allskonar hlutir hann hann er að takast á við einsog The Osbournes sem er sjónvarpsþáttur sem er tekinn upp heima hjá honum. Hann er líka smá með upprunnarlegum félugum í Black Sabbath og voru þeir að pæla í að gefa út efni saman en enginn veit hvor eitthvað verður úr því.


Einhverkonar Eftirmáli:

Einsog þú sérð þá hefur Ozzy komist yfir marg á sinni lífsleið, þar á meðal dóp og alkahólisma. Hann hefur lifað í algerum grenum og núna lifir hann í glæsilegu húsi, sem er næstum einsog höll. Hann á tvö börn og virðist líka bara lífið vel.

Ozzy hefur verið kallaður mörgum nöfnum þá ber helst að nefna: ”the god father of heavy metal“, ”The Prince of Darkness“, ”The Great Ozz“, ”The Wizard of Ozz“ og ”The Madman“

Persónulega er mitt uppáhalds lag sem hann hefur sungið ”Children of the Grave"

Ég vill byðjast velvirðingar fyrirfram á stafsetningavillum og ásláttarvillum, og vill endilega að fólk svari greininni og segji mér ef eitthvað vanter (sem ég efast ekki um)

Takk fyrir mig, toejam